Stærsta rannsóknarsvæði Orkuveitunnar í Djíbútí Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 1. júní 2007 10:35 Starfsmenn Orkuveitunnar voru í Djíbútí á dögunum þar sem verkefninu var formlega hleypt af stokkunum. MYND/OR Orkuveita Reykjavíkur hefur fengið einkaleyfi til jarðhitarannsókna og forgang á hugsanlegri nýtingu um 750 ferkílómetra lands í afríkuríkinu Djíbútí. Það er stærsta rannsóknarsvæði OR til þessa. Staða Djíbútíbúa í raforkumálum er svipuð og hjá Íslendingum fram til ársins 1960. Þeir fá rafmagn með brennslu innflutts jarðefnaeldsneytis. Stjórnvöld í Djíbútí hafa hug á að feta í fótspor Íslendinga í þessum efnum segir í fréttatilkynningu frá Orkuveitunni. Flatarmál svæðisins samsvarar liðlega níu Þingvallavötnum og er tæplega sjöfalt stærra en rannsóknarsvæði OR á Hengilssvæðinu. Orkuveitan hefur ekki haft jafn stórt svæði til rannsókna áður. Það er á Assal misgenginu sem gengur eftir stórum hluta austanverðrar Afríku og þvert í gegnum Djíbútí. Jarðhiti þar er víða verulegur. Samkomulag þessa efnis var samþykkt milli OR og ríkisstjórnar Djíbútís í Reykjavík í febrúar síðastliðinn. Önnur ríki sem Assal misgengið fer um hafa sýnt verkefninu áhuga eins og Erítrea, Eþíópía og Kenía. Íslenskir vísindamenn munu vinna að rannsóknunum sem fara fram í sumar og haust. Helstu óvissuþættir raforkuvinnslu úr jarðhita er magn og efnasamsetning vökva í heitum jarðlögum. Heimamenn hafa borað nokkrar grunnar holur og verða sýni úr þeim skoðuð í sumar. Ákvörðun um hvar verður ráðist í boranir á svæðinu verður tekin snemma árs 2008 og munu boranir hefjast seint á því ári. Innlent Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Orkuveita Reykjavíkur hefur fengið einkaleyfi til jarðhitarannsókna og forgang á hugsanlegri nýtingu um 750 ferkílómetra lands í afríkuríkinu Djíbútí. Það er stærsta rannsóknarsvæði OR til þessa. Staða Djíbútíbúa í raforkumálum er svipuð og hjá Íslendingum fram til ársins 1960. Þeir fá rafmagn með brennslu innflutts jarðefnaeldsneytis. Stjórnvöld í Djíbútí hafa hug á að feta í fótspor Íslendinga í þessum efnum segir í fréttatilkynningu frá Orkuveitunni. Flatarmál svæðisins samsvarar liðlega níu Þingvallavötnum og er tæplega sjöfalt stærra en rannsóknarsvæði OR á Hengilssvæðinu. Orkuveitan hefur ekki haft jafn stórt svæði til rannsókna áður. Það er á Assal misgenginu sem gengur eftir stórum hluta austanverðrar Afríku og þvert í gegnum Djíbútí. Jarðhiti þar er víða verulegur. Samkomulag þessa efnis var samþykkt milli OR og ríkisstjórnar Djíbútís í Reykjavík í febrúar síðastliðinn. Önnur ríki sem Assal misgengið fer um hafa sýnt verkefninu áhuga eins og Erítrea, Eþíópía og Kenía. Íslenskir vísindamenn munu vinna að rannsóknunum sem fara fram í sumar og haust. Helstu óvissuþættir raforkuvinnslu úr jarðhita er magn og efnasamsetning vökva í heitum jarðlögum. Heimamenn hafa borað nokkrar grunnar holur og verða sýni úr þeim skoðuð í sumar. Ákvörðun um hvar verður ráðist í boranir á svæðinu verður tekin snemma árs 2008 og munu boranir hefjast seint á því ári.
Innlent Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira