Góðgerðaprjón verður iðkað á Austurvelli í sumar á vegum hönnunarhópsins Títu. Hópurinn er einn af þrettán hópum sem vinna í sumar á vegum Hins hússins. Í hópnum eru fimm ungar konur sem ákváðu að vera á Austurvelli 1-2 eftirmiðdaga í viku með garn og sitja þar við prjónaskap.
Ætlunin er að virkja vegfarendur til að prjóna með þeim. Markmiðið er að prjóna þrjú þúsund búta í teppi og fá fyrirtæki til að heita á hópinn. Peningarnir eiga að renna til Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna.