Allt í plati Guðjón Helgason skrifar 2. júní 2007 19:30 Umdeildur hollenskur raunveruleikaþáttur þar sem keppt var um nýra úr dauðvona konu reyndist gabb eftir allt saman. Framleiðendur vildu vekja athygli á vandræðum líffæraþega í Hollandi. Íslenskur læknir segir þörfinni fyrir ígræðslu á Íslandi vel svarað en engu að síður séu fáeinir á biðlista hverju sinni. Þegar þátturinn var kynntur fyrir skömmu var greint frá því að dauðvona kona, Lísa að nafni, ætlaði að gefa úr sér nýra. Hún ætlaði sér að velja milli þriggja sjúklinga sem þurftu á nýju nýra að halda. Þátturinn vakti mikið umtal víða um heim löngu áður en hann fór í loftið og fordæmdu hollensk stjórnvöld athæfið. Það var svo í gærkvöldi sem hann var sýndur og biðu fjölmargir hollendingar spenntir við sjónvarpsskjáinn. Þegar Lisa ætlaði að tilkynna hver fengi nýrað greip þáttastjórnandi framí fyrir henni og sagði tilgang þáttarins að vekja athygli á vanda líffæraþega í Hollandi. Patrick Lodiers, þáttarstjórnandi, sagði ekki ætlunina að gefa nýra, jafnvel framleiðendur teldu það of langt gengið. Hann greindi frá því að Lísa heiti í raun Leonie, hún væri leikkona við hestaheilsu. Hann sagði mögulegu þegana þrjá, Esther Claire, Vincent og Charlotte, hafa tekið þátt í ráðabrugginu. Þau séu ekki leikarar heldur raunverulegir sjúklingar. Framleiðendur og þátttakendur í þættinum segja stjórnvöld hafa setið aðgerðalaus hjá meðan líffæragjöfum hafi fækkað og biðlistar lengst. Fjórtán hundruð Hollendingar biðu nú eftir líffærum til ígræðslu og óvíst hver framtíð þeirra yrði. Esther Claire, einn þátttakenda í þættinum, segir að reynt hafi verið að auglýsa til að fjölga líffæragjöfum, bæklingar gefnir út og veggspjöld birt. Það hafi ekki hjálpa. Eitthvað harkalegt hafi þurft að gera til að vekja fólk af værum svefni. Flestir líffæraþegar í Hollandi eru ánægðir með framtakið. Talsamður samtaka hollenskra nýrnaþega sagði þetta vel heppnað. Málið hafi þurft að fá umfjöllun sem hafi fengist. Runólfur Pálsson, læknir á nýrnadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss, hefur grætt nýru í sjúklinga hér á landi. Hann segir nýru það líffæri sem oftast séu grædd í fólk og hér á landi séu sjötíu prósent gjafa lifandi sem sé hærra en annars staðar. Líffæragjafir frá látnum séu sjaldgæfari hér en þó hafi líffæri fengist úr sex látnum gjöfum í fyrra. Hann segir þörfinni fyrir líffæri á Íslandi verið svarað vel. Engu að síður séu fáeinir á biðlista hverju sinni, en hægt sé að útvega líffæri í flesta sem þess þurfi. Erlent Fréttir Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Umdeildur hollenskur raunveruleikaþáttur þar sem keppt var um nýra úr dauðvona konu reyndist gabb eftir allt saman. Framleiðendur vildu vekja athygli á vandræðum líffæraþega í Hollandi. Íslenskur læknir segir þörfinni fyrir ígræðslu á Íslandi vel svarað en engu að síður séu fáeinir á biðlista hverju sinni. Þegar þátturinn var kynntur fyrir skömmu var greint frá því að dauðvona kona, Lísa að nafni, ætlaði að gefa úr sér nýra. Hún ætlaði sér að velja milli þriggja sjúklinga sem þurftu á nýju nýra að halda. Þátturinn vakti mikið umtal víða um heim löngu áður en hann fór í loftið og fordæmdu hollensk stjórnvöld athæfið. Það var svo í gærkvöldi sem hann var sýndur og biðu fjölmargir hollendingar spenntir við sjónvarpsskjáinn. Þegar Lisa ætlaði að tilkynna hver fengi nýrað greip þáttastjórnandi framí fyrir henni og sagði tilgang þáttarins að vekja athygli á vanda líffæraþega í Hollandi. Patrick Lodiers, þáttarstjórnandi, sagði ekki ætlunina að gefa nýra, jafnvel framleiðendur teldu það of langt gengið. Hann greindi frá því að Lísa heiti í raun Leonie, hún væri leikkona við hestaheilsu. Hann sagði mögulegu þegana þrjá, Esther Claire, Vincent og Charlotte, hafa tekið þátt í ráðabrugginu. Þau séu ekki leikarar heldur raunverulegir sjúklingar. Framleiðendur og þátttakendur í þættinum segja stjórnvöld hafa setið aðgerðalaus hjá meðan líffæragjöfum hafi fækkað og biðlistar lengst. Fjórtán hundruð Hollendingar biðu nú eftir líffærum til ígræðslu og óvíst hver framtíð þeirra yrði. Esther Claire, einn þátttakenda í þættinum, segir að reynt hafi verið að auglýsa til að fjölga líffæragjöfum, bæklingar gefnir út og veggspjöld birt. Það hafi ekki hjálpa. Eitthvað harkalegt hafi þurft að gera til að vekja fólk af værum svefni. Flestir líffæraþegar í Hollandi eru ánægðir með framtakið. Talsamður samtaka hollenskra nýrnaþega sagði þetta vel heppnað. Málið hafi þurft að fá umfjöllun sem hafi fengist. Runólfur Pálsson, læknir á nýrnadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss, hefur grætt nýru í sjúklinga hér á landi. Hann segir nýru það líffæri sem oftast séu grædd í fólk og hér á landi séu sjötíu prósent gjafa lifandi sem sé hærra en annars staðar. Líffæragjafir frá látnum séu sjaldgæfari hér en þó hafi líffæri fengist úr sex látnum gjöfum í fyrra. Hann segir þörfinni fyrir líffæri á Íslandi verið svarað vel. Engu að síður séu fáeinir á biðlista hverju sinni, en hægt sé að útvega líffæri í flesta sem þess þurfi.
Erlent Fréttir Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira