Svört skýrsla um bráðnun Guðjón Helgason skrifar 5. júní 2007 18:53 Lífsviðurværi hundruð milljóna manna er ógnað vegna snjó- og ísbráðununar af völdum hlýnunar jarðar. Að óbreyttu skerðist aðgangur fólks að drykkjarvatni um leið og sjávarborð hækkar. Þetta er niðurstaða sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna en skýrsla þeirra var kynnt í Tromsö í Norður-Noregi í gær en Alþjóðadagur umhverfisins er í dag. Achim Steiner hjá Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna sagði við kyninguna að afleiðingarnar sem þar séu kynntar sé alvarleg ógn við lífi eins og við þekkjum það nú - jafnvel líka efnahagslífi. Niðurstaðan er sú að ís og snjór bráðni mun hraðar en áður hafi verið talið. Það hafi áhrif á umhverfi og lifibrauð mörg hundruð milljón manna víða um heim sem á endanum neyðist til að yfirgefa heimili sín vegna hættu á flóðum eða vatnsskorti - svo farið sé öfganna á milli. Í nýju tölublaði vísindatímaritsins National Geographic má sjá myndir af Sólheimajökli - annars vegar í apríl 2006 og svo hálfu ári seinna. Þar sjáist hvað jökullinn hafi hopað mikið. Vissulega líði sumar þar á milli en breytingin samt sláandi. Í sama blaði má einnig sjá myndir frá Chacaltaya jöklinum í Bólivíu - því skíða svæði sem hæst liggur í heimi, í rúmlega sautján þúsund feta hæð. Fyrri myndi er tekin 1994 og sú síðari áratug seinna. Munurinn er mikill. Þar til í fyrra var Briksdalsbreen vinsæll, snæviþaktur ferðamannastaður í Noregi - hluti af Jostedalsbreen jökli. Ferðum um svæðið var hætt þar sem jökullinn hafði bráðnað mikið. Atle Nesja, jöklafræðingur, segir að í fyrra hafi jökullinn bráðnað um 140 metra. Á einu ári jafngildi það um 10 til fimmtán sentimetrum á dag að meðaltali. Heiðrún Guðmundsdóttir, líf- og umhverfisfræðingur, var gestur í Hádegisviðtalinu á Stöð tvö í dag. Hún segir ekki hægt að snúa þróuninni við en með breyttri hegðan sé hægt að snúa henni við. Hún segir Íslendinga aftarlega á merinni í umhverfismálum. Þeir hafi búið við þau forréttindi að hér sé mjög hreint loft, fámenn þjóð í stóru landi ríku af auðlindum. Íslendingar hafi nóg af öllu og þekki ekki vandamálin sem nú um ræði. Erlent Fréttir Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Fleiri fréttir 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Sjá meira
Lífsviðurværi hundruð milljóna manna er ógnað vegna snjó- og ísbráðununar af völdum hlýnunar jarðar. Að óbreyttu skerðist aðgangur fólks að drykkjarvatni um leið og sjávarborð hækkar. Þetta er niðurstaða sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna en skýrsla þeirra var kynnt í Tromsö í Norður-Noregi í gær en Alþjóðadagur umhverfisins er í dag. Achim Steiner hjá Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna sagði við kyninguna að afleiðingarnar sem þar séu kynntar sé alvarleg ógn við lífi eins og við þekkjum það nú - jafnvel líka efnahagslífi. Niðurstaðan er sú að ís og snjór bráðni mun hraðar en áður hafi verið talið. Það hafi áhrif á umhverfi og lifibrauð mörg hundruð milljón manna víða um heim sem á endanum neyðist til að yfirgefa heimili sín vegna hættu á flóðum eða vatnsskorti - svo farið sé öfganna á milli. Í nýju tölublaði vísindatímaritsins National Geographic má sjá myndir af Sólheimajökli - annars vegar í apríl 2006 og svo hálfu ári seinna. Þar sjáist hvað jökullinn hafi hopað mikið. Vissulega líði sumar þar á milli en breytingin samt sláandi. Í sama blaði má einnig sjá myndir frá Chacaltaya jöklinum í Bólivíu - því skíða svæði sem hæst liggur í heimi, í rúmlega sautján þúsund feta hæð. Fyrri myndi er tekin 1994 og sú síðari áratug seinna. Munurinn er mikill. Þar til í fyrra var Briksdalsbreen vinsæll, snæviþaktur ferðamannastaður í Noregi - hluti af Jostedalsbreen jökli. Ferðum um svæðið var hætt þar sem jökullinn hafði bráðnað mikið. Atle Nesja, jöklafræðingur, segir að í fyrra hafi jökullinn bráðnað um 140 metra. Á einu ári jafngildi það um 10 til fimmtán sentimetrum á dag að meðaltali. Heiðrún Guðmundsdóttir, líf- og umhverfisfræðingur, var gestur í Hádegisviðtalinu á Stöð tvö í dag. Hún segir ekki hægt að snúa þróuninni við en með breyttri hegðan sé hægt að snúa henni við. Hún segir Íslendinga aftarlega á merinni í umhverfismálum. Þeir hafi búið við þau forréttindi að hér sé mjög hreint loft, fámenn þjóð í stóru landi ríku af auðlindum. Íslendingar hafi nóg af öllu og þekki ekki vandamálin sem nú um ræði.
Erlent Fréttir Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Fleiri fréttir 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Sjá meira