Foreldrar bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem rænt var í Portúgal fyrir um mánuði, hafna því að þeir hafi nýtt sér fjölmiðla um of í leit sinni að dóttur sinni. Gerry og Kate McCann hafa undanförnu ferðast um Evrópu til að vekja athygli á leitinni að fjögurra ára dóttur þeirra sem numin var á brott í Praia da Luz þann 3. maí.
Þau eru sem stendur í Þýskalandi þar sem þau hvöttu alla þá sem hefðu einhverjar upplýsingar um málið að gefa sig fram. Þá sögðust þau aðspurð telja að litla telpan væri enn á lífi enda væru engin sönnunargögn um annað.
Hafna því að hafa nýtt sér fjölmiðla um of
