Innlent

Sérsveit lögreglu situr um vopnaðan mann á Hnífsdal

Jónas Haraldsson skrifar

Sérsveit lögreglunnar situr nú um hús á Hnífsdal, á Vestfjörðum, þar sem inni er vopnaður maður sem talið er að hafi hleypt af skoti fyrr í kvöld. Sérsveitarmenn voru sendir með þyrlu frá Reykjavík. Þeir lentu í Hnífsdal upp úr miðnætti og umkringja nú húsið.

Skot heyrðist úr húsinu fyrr í kvöld en samkvæmt heimildum fréttastofu urðu engin meiðsl á fólki. Búið er að rýma næstu hús og engum er hleypt að vettvangi.

Maðurinn er talinn vera einn í húsinu, sem er einbýli við Bakkaveg.

Tilkynning til neyðarlínunnar barst klukkan 23:20 í kvöld. Að minnsta kosti einu skoti var hleypt af áður en lögreglan kom á vettvang.

Sérsveitin er að ræða við manninn sem stendur og reyna að fá hann til þess að koma út úr húsinu óvopnaðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×