Nú hægt að fylgjast með gangi hlýnunar jarðar í gegnum símann. Skoskur listamaður hefur komið hljóðnema fyrir í vatni við rætur Vatnajökuls.
Katie Paterson fékk hugmyndina að verkinu þegar hún sá Vatnajökul í ofsjónum sem hún fékk í sótthitakasti á Íslandi. Paterson er á síðasta ári í listnámi í Lundúnum. Hún segir loftslagsbreytingar hafa alvarleg áhrif á Vatnajökul en verkefnið vera mest um það hvernig mikilfengleiki jökulsins er að hverfa.
Boðið verður upp á hljóð jökulsins fram á miðvikudag og geta áhugsamir heyrt þau í síma 0 44 7758 225698.