Gríðarleg dramatík á Spáni 9. júní 2007 20:55 Barcelona fór illa að ráði sínu á heimavelli í kvöld AFP Dramatíkin var allsráðandi í næst síðustu umferðinni í spænska boltanum í kvöld. Real Madrid og Barcelona voru efst og jöfn í deildinni fyrir leiki kvöldsins, en eftir miklar sveiflur og dramatík er ljóst að það ræðst ekki fyrr en í lokaumferðinni hvort liðið hampar titlinum. Argentínumaðurinn Leo Messi stal enn og aftur senunni með Barcelona, en í þetta sinn á röngum forsendum. Barcelona tók á móti grönnum sínum í Espanyol og lenti liðið undir eftir hálftímaleik þegar Raul Tamudo skoraði gegn gangi leiksins. Leo Messi jafnaði metin fyrir Barcelona með því að blaka fyrirgjöf í netið með höndinni skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks og er hann því búinn að feta í fótspor landa síns Maradona á bæði ljótasta og fallegasta hátt með Barcelona í vetur. Barcelona var sterkari aðilinn allan leikinn í kvöld og Messi kom liðinu yfir með fínu marki á 57. mínútu. Eftir það virtist sigur heimamanna ekki vera í hættu en hinn magnaði Tamudo sló þögn á áhorfendur á 90. mínútu þegar hann jafnaði fyrir Espanyol. Niðurstaðan því 2-2 jafntefli, en segja má að þó Barcelona hafi verið betra liðið - hafi Espanyol átt skilið jöfnunarmarkið eftir svindltilburði Messi. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona en var skipt af velli á 78. mínútu. Ekki var dramatíkin minni þegar Real Zaragoza tók á móti Real Madrid. Þar komust heimamenn í 2-0 í hálfleik með tveimur mörkum frá Diego Milito, því fyrra úr víti. Á sama tíma var Barcelona í góðum málum gegn Espanyol og því fór eðlilega um stuðningsmenn Madridarliðsins. Þeir þurftu því ekki að örvænta því markahrókurinn ótrúlegi Ruud Van Nistelrooy skoraði á 57. mínútu og jafnaði svo metin á 89. mínútu. Diarra fékk svo dauðafæri fyrir Real þegar komið var í uppbótartíma en skallaði hornspyrnu David Beckham yfir fyrir opnu marki. Real og Barcelona eru því enn efst og jöfn þegar aðeins ein umferð er eftir, en Real nægir sigur í siðasta leiknum á heimavelli til að tryggja sér titilinn vegna betri stöðu í innbyrðisviðureignum sínum við Barcelona. Börsungar verða að vinna og treysta á að Real verði á í messunni. Sevilla átti raunar möguleika á að ná toppliðunum að stigum í dag en liðið varð að sætta sig við 0-0 jafntefli á útivelli við Mallorca. Spænski boltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Sjá meira
Dramatíkin var allsráðandi í næst síðustu umferðinni í spænska boltanum í kvöld. Real Madrid og Barcelona voru efst og jöfn í deildinni fyrir leiki kvöldsins, en eftir miklar sveiflur og dramatík er ljóst að það ræðst ekki fyrr en í lokaumferðinni hvort liðið hampar titlinum. Argentínumaðurinn Leo Messi stal enn og aftur senunni með Barcelona, en í þetta sinn á röngum forsendum. Barcelona tók á móti grönnum sínum í Espanyol og lenti liðið undir eftir hálftímaleik þegar Raul Tamudo skoraði gegn gangi leiksins. Leo Messi jafnaði metin fyrir Barcelona með því að blaka fyrirgjöf í netið með höndinni skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks og er hann því búinn að feta í fótspor landa síns Maradona á bæði ljótasta og fallegasta hátt með Barcelona í vetur. Barcelona var sterkari aðilinn allan leikinn í kvöld og Messi kom liðinu yfir með fínu marki á 57. mínútu. Eftir það virtist sigur heimamanna ekki vera í hættu en hinn magnaði Tamudo sló þögn á áhorfendur á 90. mínútu þegar hann jafnaði fyrir Espanyol. Niðurstaðan því 2-2 jafntefli, en segja má að þó Barcelona hafi verið betra liðið - hafi Espanyol átt skilið jöfnunarmarkið eftir svindltilburði Messi. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona en var skipt af velli á 78. mínútu. Ekki var dramatíkin minni þegar Real Zaragoza tók á móti Real Madrid. Þar komust heimamenn í 2-0 í hálfleik með tveimur mörkum frá Diego Milito, því fyrra úr víti. Á sama tíma var Barcelona í góðum málum gegn Espanyol og því fór eðlilega um stuðningsmenn Madridarliðsins. Þeir þurftu því ekki að örvænta því markahrókurinn ótrúlegi Ruud Van Nistelrooy skoraði á 57. mínútu og jafnaði svo metin á 89. mínútu. Diarra fékk svo dauðafæri fyrir Real þegar komið var í uppbótartíma en skallaði hornspyrnu David Beckham yfir fyrir opnu marki. Real og Barcelona eru því enn efst og jöfn þegar aðeins ein umferð er eftir, en Real nægir sigur í siðasta leiknum á heimavelli til að tryggja sér titilinn vegna betri stöðu í innbyrðisviðureignum sínum við Barcelona. Börsungar verða að vinna og treysta á að Real verði á í messunni. Sevilla átti raunar möguleika á að ná toppliðunum að stigum í dag en liðið varð að sætta sig við 0-0 jafntefli á útivelli við Mallorca.
Spænski boltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Sjá meira