Gríðarleg dramatík á Spáni 9. júní 2007 20:55 Barcelona fór illa að ráði sínu á heimavelli í kvöld AFP Dramatíkin var allsráðandi í næst síðustu umferðinni í spænska boltanum í kvöld. Real Madrid og Barcelona voru efst og jöfn í deildinni fyrir leiki kvöldsins, en eftir miklar sveiflur og dramatík er ljóst að það ræðst ekki fyrr en í lokaumferðinni hvort liðið hampar titlinum. Argentínumaðurinn Leo Messi stal enn og aftur senunni með Barcelona, en í þetta sinn á röngum forsendum. Barcelona tók á móti grönnum sínum í Espanyol og lenti liðið undir eftir hálftímaleik þegar Raul Tamudo skoraði gegn gangi leiksins. Leo Messi jafnaði metin fyrir Barcelona með því að blaka fyrirgjöf í netið með höndinni skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks og er hann því búinn að feta í fótspor landa síns Maradona á bæði ljótasta og fallegasta hátt með Barcelona í vetur. Barcelona var sterkari aðilinn allan leikinn í kvöld og Messi kom liðinu yfir með fínu marki á 57. mínútu. Eftir það virtist sigur heimamanna ekki vera í hættu en hinn magnaði Tamudo sló þögn á áhorfendur á 90. mínútu þegar hann jafnaði fyrir Espanyol. Niðurstaðan því 2-2 jafntefli, en segja má að þó Barcelona hafi verið betra liðið - hafi Espanyol átt skilið jöfnunarmarkið eftir svindltilburði Messi. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona en var skipt af velli á 78. mínútu. Ekki var dramatíkin minni þegar Real Zaragoza tók á móti Real Madrid. Þar komust heimamenn í 2-0 í hálfleik með tveimur mörkum frá Diego Milito, því fyrra úr víti. Á sama tíma var Barcelona í góðum málum gegn Espanyol og því fór eðlilega um stuðningsmenn Madridarliðsins. Þeir þurftu því ekki að örvænta því markahrókurinn ótrúlegi Ruud Van Nistelrooy skoraði á 57. mínútu og jafnaði svo metin á 89. mínútu. Diarra fékk svo dauðafæri fyrir Real þegar komið var í uppbótartíma en skallaði hornspyrnu David Beckham yfir fyrir opnu marki. Real og Barcelona eru því enn efst og jöfn þegar aðeins ein umferð er eftir, en Real nægir sigur í siðasta leiknum á heimavelli til að tryggja sér titilinn vegna betri stöðu í innbyrðisviðureignum sínum við Barcelona. Börsungar verða að vinna og treysta á að Real verði á í messunni. Sevilla átti raunar möguleika á að ná toppliðunum að stigum í dag en liðið varð að sætta sig við 0-0 jafntefli á útivelli við Mallorca. Spænski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Sjá meira
Dramatíkin var allsráðandi í næst síðustu umferðinni í spænska boltanum í kvöld. Real Madrid og Barcelona voru efst og jöfn í deildinni fyrir leiki kvöldsins, en eftir miklar sveiflur og dramatík er ljóst að það ræðst ekki fyrr en í lokaumferðinni hvort liðið hampar titlinum. Argentínumaðurinn Leo Messi stal enn og aftur senunni með Barcelona, en í þetta sinn á röngum forsendum. Barcelona tók á móti grönnum sínum í Espanyol og lenti liðið undir eftir hálftímaleik þegar Raul Tamudo skoraði gegn gangi leiksins. Leo Messi jafnaði metin fyrir Barcelona með því að blaka fyrirgjöf í netið með höndinni skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks og er hann því búinn að feta í fótspor landa síns Maradona á bæði ljótasta og fallegasta hátt með Barcelona í vetur. Barcelona var sterkari aðilinn allan leikinn í kvöld og Messi kom liðinu yfir með fínu marki á 57. mínútu. Eftir það virtist sigur heimamanna ekki vera í hættu en hinn magnaði Tamudo sló þögn á áhorfendur á 90. mínútu þegar hann jafnaði fyrir Espanyol. Niðurstaðan því 2-2 jafntefli, en segja má að þó Barcelona hafi verið betra liðið - hafi Espanyol átt skilið jöfnunarmarkið eftir svindltilburði Messi. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona en var skipt af velli á 78. mínútu. Ekki var dramatíkin minni þegar Real Zaragoza tók á móti Real Madrid. Þar komust heimamenn í 2-0 í hálfleik með tveimur mörkum frá Diego Milito, því fyrra úr víti. Á sama tíma var Barcelona í góðum málum gegn Espanyol og því fór eðlilega um stuðningsmenn Madridarliðsins. Þeir þurftu því ekki að örvænta því markahrókurinn ótrúlegi Ruud Van Nistelrooy skoraði á 57. mínútu og jafnaði svo metin á 89. mínútu. Diarra fékk svo dauðafæri fyrir Real þegar komið var í uppbótartíma en skallaði hornspyrnu David Beckham yfir fyrir opnu marki. Real og Barcelona eru því enn efst og jöfn þegar aðeins ein umferð er eftir, en Real nægir sigur í siðasta leiknum á heimavelli til að tryggja sér titilinn vegna betri stöðu í innbyrðisviðureignum sínum við Barcelona. Börsungar verða að vinna og treysta á að Real verði á í messunni. Sevilla átti raunar möguleika á að ná toppliðunum að stigum í dag en liðið varð að sætta sig við 0-0 jafntefli á útivelli við Mallorca.
Spænski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Sjá meira