AFSTAÐA, félag fanga, hefur opnað nýjan vef á slóðinni timamot.is Á vefnum má finna ýmsar upplýsingar er varða fanga og aðstandendur þeirra.
Félagið AFSTAÐA var stofnað á Litla - Hrauni 23. janúar 2005. Markmið þess er að skapa tækifæri fyrir fanga, hvetja þá til ábyrgðar og endurreisnar og búa þeim skilyrði til farsællar endurkomu út í samfélagið.
Á hinum nýja vef má finna fréttir, pistla, forvarnarmyndbönd, fréttablað félagsins og margt fleira.