Héraðssýning kynbótahrossa hefur staðið undanfarna daga við Hringsholt og mættu um 100 hross til dóms. Dómum lauk í gærkveldi, en í dag, fimmtudaginn 14. júní fer fram yfirlitssýning en hún hófst kl. 10:00. Byrjað var á yngstu hryssunum og endað á elstu stóðhestunum.
