
Körfubolti
Grant Hill til Phoenix eða San Antonio?

Framherjinn Grant Hill sem leikið hefur með Orlando Magic undanfarin ár hallast að því að ganga í raðir San Antonio eða Phoenix á næsta tímabili. Hann er með lausa samninga og langar mikið að ganga í raðir liðs sem hefur möguleika á að vinna meistaratitilinn næsta sumar. Hill segir sjálfur að það myndi líklega henta sínum leikstíl best að ganga í raðir Phoenix.