Erlent

Hauskúpa fornpöndu fundin

Fyrsta hauskúpan af forfeðrum risapöndunnar fannst á dögunum í kalksteinshelli í Suður-Kína. Bandarísku og kínversku vísindamennirnir sem fundu kúpuna telja hana vera um tveggja milljón ára gamla. Fundurinn hefur mikið gildi fyrir komandi rannsóknir á fornrisaöndum sem enn eru lítið þekktar. Áður höfðu vísindamenn einungis geta stuðst við tennur og bein úr skepnunni.

Allt útlit er fyrir að fornrisapanda hafi verið töluvert smærri en hinar núlifandi. Að öðru leyti virðist þessi tegund ekki hafa þróast mikið gegnum aldanna rás, allavega ekki matarsmekkurinn. Rannsóknir á tönnum fornpöndunnar benda ekki til annars en að bambus hafi verið í jafnmiklu uppáhaldi fyrir tveimur milljónum ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×