
Fótbolti
Coleman tekinn við Sociedad

Chris Coleman, fyrrum knattspyrnustjóri Fulham í ensku úrvalsdeildinni var í dag ráðinn þjálfari Real Sociedad í spænsku 2. deildinni. Sociedad féll úr 1. deildinni í fyrsta sinn í sögu félagsins á dögunum og vildi forsetinn að sögn reyna að fá mann með nýjar hugmyndir til að taka við liðinu.