Erlent

Atlantis á austurleið

Oddur S. Báruson skrifar
Þó ekki á leið til tunglsins í þetta sinn
Þó ekki á leið til tunglsins í þetta sinn MYND/nasa

Atlantis geimferjan lagði af stað frá lendingarstað sínum í Kaliforníu til heimkynna sinna í Flórída í dag. Eins og sést á meðfylgjandi mynd flýgur hin 100 tonna skutla ekki sjálfkrafa yfir þver og endilöng Bandaríkin. Hún er ferjuð af júmbóþotu. Áætlað er að ferðin taki um einn sólarhring. Þetta kemur fram á vef Nasa.

Atlantis, sem er nýkomin úr velheppnuðum tveggja vikna leiðangri til Alþjóðageimstöðvarinnar, lenti í Kaliforníu vegna óheppilegra veðurskilyrða við upprunalegu áætlunarhöfn skutlunnar í Flórída.

Næsti verkefni Atlantis er önnur ferð til Alþjóðageimstöðvarinnar í í desember. Þá mun hún flytja með sér eitt stykki rannsóknarstofu til viðbótar við geimstöðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×