Þriggja ára bið Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 3. júlí 2007 18:45 Opinber neytendayfirvöld voru rösk þrjú ár að taka afstöðu til þess hvort Samtök banka og verðbréfafyrirtækja hefðu brotið lög um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins. Sérfræðingur hjá Neytendastofu segir málið eftirlegukind frá því Samkeppnisstofnun var lögð niður. Það var í maí 2004 sem Neytendasamtökin kvörtuðu undan sjónvarpsauglýsingu Samtakanna til Samkeppnisstofnunar sem þá hafði eftirlit með auglýsingum. 2005 var Samkeppnisstofnun lögð niður og verkefnin flutt til annars vegar Samkeppniseftirlitsins og hins vegar Neytendastofu. Enn liðu þó tvö ár þar til Neytendastofa sá sér fært að taka ákvörðun um kvörtun Neytendasamtakanna sem snerist um að í auglýsingu bankanna væri fullyrt að könnun Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja sýndi að þjónustugjöld banka væru lægst á Íslandi af Norðurlöndunum. Neytendasamtökin töldu auglýsingarnar villandi og ósanngjarnar gagnvart neytendum og könnunin sem vísað var í hefði verið gölluð. Niðurstaða Neytendastofu kom ekki fyrr en núna um mánaðamótin - röskum þremur árum síðar. Þar er fallist á sjónarmið Neytendasamtakanna og að auglýsingar bankanna hefðu verið brot gegn lögum. Erna Jónsdóttir sérfræðingur hjá Neytendastofu segir þetta mál, eins og mörg önnur, hafa tafist vegna flutnings verkefna frá Samkeppnisstofnun til Neytendastofu. Á bernskuárum stofunnar hafi menn orðið að forgangsraða og þetta mál lent aftarlega þar sem auglýsingarnar hafi veri hættar að birtast. Hún vildi ekki svara því hvort þetta væri slöpp neytendavernd fyrir fólkið í landinu en sagði að Neytendastofa myndi standa sig betur í framtíðinni. Fréttir Innlent Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sjá meira
Opinber neytendayfirvöld voru rösk þrjú ár að taka afstöðu til þess hvort Samtök banka og verðbréfafyrirtækja hefðu brotið lög um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins. Sérfræðingur hjá Neytendastofu segir málið eftirlegukind frá því Samkeppnisstofnun var lögð niður. Það var í maí 2004 sem Neytendasamtökin kvörtuðu undan sjónvarpsauglýsingu Samtakanna til Samkeppnisstofnunar sem þá hafði eftirlit með auglýsingum. 2005 var Samkeppnisstofnun lögð niður og verkefnin flutt til annars vegar Samkeppniseftirlitsins og hins vegar Neytendastofu. Enn liðu þó tvö ár þar til Neytendastofa sá sér fært að taka ákvörðun um kvörtun Neytendasamtakanna sem snerist um að í auglýsingu bankanna væri fullyrt að könnun Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja sýndi að þjónustugjöld banka væru lægst á Íslandi af Norðurlöndunum. Neytendasamtökin töldu auglýsingarnar villandi og ósanngjarnar gagnvart neytendum og könnunin sem vísað var í hefði verið gölluð. Niðurstaða Neytendastofu kom ekki fyrr en núna um mánaðamótin - röskum þremur árum síðar. Þar er fallist á sjónarmið Neytendasamtakanna og að auglýsingar bankanna hefðu verið brot gegn lögum. Erna Jónsdóttir sérfræðingur hjá Neytendastofu segir þetta mál, eins og mörg önnur, hafa tafist vegna flutnings verkefna frá Samkeppnisstofnun til Neytendastofu. Á bernskuárum stofunnar hafi menn orðið að forgangsraða og þetta mál lent aftarlega þar sem auglýsingarnar hafi veri hættar að birtast. Hún vildi ekki svara því hvort þetta væri slöpp neytendavernd fyrir fólkið í landinu en sagði að Neytendastofa myndi standa sig betur í framtíðinni.
Fréttir Innlent Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sjá meira