Erlent

Eucalyptus kannaður

Ástralskir vísindamenn hafa hrint af stað viðamiklum rannsóknum á erfðaræðilegum leyndarmálum ástralska trésins Eucalyptus. Eucalyptus-trén hafa löngum verið vísindamönnum hugleikin. Þau lifa aðallega í Ástralíu en einnig öðrum Eyjaálfulöndum. Trén vaxa afar hratt og telja yfir 700 tegundir.

Niðurstöðunum er ætlað að leiða til skilvirkari ræktunar plöntunnar en efniviður úr þeim er mikið notaður við pappírsframleiðslu. Þá er vonast til að nýjar leiðir í framleiðslu lífeldsneytis opnist í kjölfar rannsóknanna. Engar erfðabreytingar verða gerðar.



Ástralska ríkisstjórnin hefur lýst yfir að það sé alþjóðlegt markmið að afhjúpa og skýra erfðamengi plöntunnar. Vísindamenn flykkjast nú hvaðanæva til Ástralíu til að leggja hönd á plóg.

Vilji vísindamannanna er að skoða nánar tré með afburðargóð gen sem hafa haft áhrif á þróun plöntunnar. Eiginleikar eins og stinnur og þéttur viður, mikil trjákvoðuframleiðni og jafn vöxtur verða raktir til vissra gena.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×