Sókn á Rússlandsmarkað Guðjón Helgason skrifar 8. júlí 2007 18:45 Íslenska orkufyrirtækið ENEX sér fyrir sér sókn á rússneskan markað á næstunni með hjálp öflugra samstarfsaðila. Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur segir ýmsa möguelika felast í jarðhitasvæðum Rússa. Fulltrúar íslenskra orkufyrirtækja kynntu starfsemi sína fyrir rússneskum sérfræðingum og ráðamönnum á orku- og umhverfisráðstefnu í Mosvku í vikunni. Orku- og umhverfisráðstefnan Útflutningsráðs Íslands var haldin í húsakynnum Verslunarráðs í Moskvu á fimmtudaginn. Þar voru fulltrúar íslenskra orkufyrirtækja að kynna sig og sína starfsemi fyrir áhugasömum Rússum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri í Reykjavík, setti ráðstefnuna. Hann segist viss um af samstarfi geti orðið miðað við viðtökur Rússanna. Á ráðstefnunni séu 70 - 80 áhugasamir Rússar. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segir fyrirtækið rétt að byrja að kanna möguleikana í Rússlandi. Þar séu þekkt jarðhitasvæði, til dæmis háhitasvæði í Kamtchatka. Einnig séu mörg lághitasvæði í landinu sem henti vel til hitaveitu og gætu gagnast vel. Lárus Elíasson, framkvæmdastjóri orkufyrirtækisins ENEX, segir það leita að öflugum samstarfsaðila í Rússlandi og rússnesk yfirvöld hafi lýst yfir áhuga á samstarfi. Fyrirtækið hafi frá því í fyrra unnið með sendiráði Rússa á Íslandi, sendiráði Íslendinga í Moskvu og Útflutningsráði að því að koma á samvinnu og nú sé horft til þess að farið verið frá Moskvu nú með ákveðið verkefni í farteskinu en ekki sé rétt að tjá sig um það fyrr en því verði landað. Fulltrúar Háskóla Íslands og Orkuskólans á Akureyri voru einnig á ráðstefnunni. Þorseteinn Ingi Sigfússon, sem tók í síðasta mánuði við Alheimsorkuverðlaununum úr hendi Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta í Pétursborg segir Orkuskólann, RES, hafa sýnt mikið frumkvæði í að afla samstarfsaðila í Rússlandi, þar á meðal MGIMO, virtum háskóla í Rússlandi. Skipts verði á námsmönnum við hann og aðra skóla. Þorsteinn segir þetta sterakn skóla, hluta af Moskvu-háskóla - þarna séu einnig þjálfaðir diplómatar Rússa í framtíðinni og áherslan sé nú lögð á orkumál. Erlent Fréttir Innlent Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Íslenska orkufyrirtækið ENEX sér fyrir sér sókn á rússneskan markað á næstunni með hjálp öflugra samstarfsaðila. Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur segir ýmsa möguelika felast í jarðhitasvæðum Rússa. Fulltrúar íslenskra orkufyrirtækja kynntu starfsemi sína fyrir rússneskum sérfræðingum og ráðamönnum á orku- og umhverfisráðstefnu í Mosvku í vikunni. Orku- og umhverfisráðstefnan Útflutningsráðs Íslands var haldin í húsakynnum Verslunarráðs í Moskvu á fimmtudaginn. Þar voru fulltrúar íslenskra orkufyrirtækja að kynna sig og sína starfsemi fyrir áhugasömum Rússum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri í Reykjavík, setti ráðstefnuna. Hann segist viss um af samstarfi geti orðið miðað við viðtökur Rússanna. Á ráðstefnunni séu 70 - 80 áhugasamir Rússar. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segir fyrirtækið rétt að byrja að kanna möguleikana í Rússlandi. Þar séu þekkt jarðhitasvæði, til dæmis háhitasvæði í Kamtchatka. Einnig séu mörg lághitasvæði í landinu sem henti vel til hitaveitu og gætu gagnast vel. Lárus Elíasson, framkvæmdastjóri orkufyrirtækisins ENEX, segir það leita að öflugum samstarfsaðila í Rússlandi og rússnesk yfirvöld hafi lýst yfir áhuga á samstarfi. Fyrirtækið hafi frá því í fyrra unnið með sendiráði Rússa á Íslandi, sendiráði Íslendinga í Moskvu og Útflutningsráði að því að koma á samvinnu og nú sé horft til þess að farið verið frá Moskvu nú með ákveðið verkefni í farteskinu en ekki sé rétt að tjá sig um það fyrr en því verði landað. Fulltrúar Háskóla Íslands og Orkuskólans á Akureyri voru einnig á ráðstefnunni. Þorseteinn Ingi Sigfússon, sem tók í síðasta mánuði við Alheimsorkuverðlaununum úr hendi Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta í Pétursborg segir Orkuskólann, RES, hafa sýnt mikið frumkvæði í að afla samstarfsaðila í Rússlandi, þar á meðal MGIMO, virtum háskóla í Rússlandi. Skipts verði á námsmönnum við hann og aðra skóla. Þorsteinn segir þetta sterakn skóla, hluta af Moskvu-háskóla - þarna séu einnig þjálfaðir diplómatar Rússa í framtíðinni og áherslan sé nú lögð á orkumál.
Erlent Fréttir Innlent Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira