Lögreglumenn stöðvuðu undir morgun tvo menn á bíl sem var fullur af dekkjum á felgum. Þeim höfðu þeir stolið undan bíl sem stóð á bílasölu á Selfossi.
Lögreglunni barst tilkynning um að þar hefðu tveir grunsamlegir menn verið að sniglast en þeir voru horfnir þegar hún kom á vettvang. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var látin vita og greip hún mennina við Geitháls. Þeir bíða nú yfirheyrslu á Selfossi.