Slökkvilið Akraness berst við sinueld
Slökkviliðið á Akranesi reynir nú að ráða niðurlögum sinuelds nálægt járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga. Mikinn reyk leggur í átt að Akrafjalli en hann hefur þó ekki áhrif á umferð. Lögreglan segir hvorki mannvirkjum né fólki stafa hættu af sinubrunanum. Þá má geta þess að umferð er orðin afar þung á þessum slóðum og bíll við bíl á Kjalarnesi allt að Hvalfjarðargöngum.