Heilbrigðisráðherra vill bjór í búðir 26. júlí 2007 18:59 Heilbrigðisráðherra styður sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum. Þjóðin drekkur í dag tæplega þriðjungi meira en markmið heilbrigðisáætlunar stjórnvalda gerir ráð fyrir. Sem óbreyttur þingmaður Sjálfstæðisflokksins barðist Guðlaugur Þór Þórðarson, núverandi heilbrigðisráðherra, fyrir því að fólk gæti keypt sér léttvín og bjór um leið og það verslar í matinn. Síðast talaði hann fyrir málinu í febrúar á þessu ári og var þá fyrsti flutningsmaður frumvarps sem fjórtán þingmenn í þremur flokkum stóðu að. Frumvarpið var hársbreidd frá því að komast í gegn. Allsherjarnefnd alþingis samþykkti málið - að undanskyldum fulltrúa Vinstri grænna. Í áliti nefndarinnar kom fram að hún teldi "eðlilegt að sala á vörum og þjónustu væri á hendi einkaaðila" og að með frumvarpinu væri "stigið lítið skref í þá átt að gera sölu á áfengi frjálsa eins og tíðkast víða í nágrannalöndunum." Svo virðist sem Vinstri grænir hafi tekist að kippa því út af dagskrá með því að hóta málþófi. Þegar fréttastofa hafði samband við heilbrigðisráðherra í dag vildi hann ekki koma í viðtal. Hann sagði afstöðu sína hins vegar ekki hafa breyst í stóli ráðherra - en að hann myndi ekki beita sér fyrir framgangi þess innan ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt heilbrigðisáætlun stjórnvalda, sem gildir til 2010, er eitt af sjö forgangsverkefnum heilbrigðisyfirvalda að áfengisneysla verði ekki meiri en fimm lítrar af hreinu alkóhóli á hvern íbúa 15 ára og eldri. Vísað er til þess að árið 1998 drakk þjóðin rösklega fimm og hálfan lítra af hreinum vínanda. Heilbrigðisyfirvöld eru fjarri því að ná settu marki. Ári eftir að áætlunin tók gildi var neyslan komin heilan lítra fram yfir markmið stjórnvalda, upp í 6,53 lítra. Síðustu þrjú ár hefur neyslan aukist jafnt og þétt og var í fyrra komin í 7,2 lítra - og er þar með orðin rösklega þrjátíu prósent meiri en stjórnvöld höfðu óskað sér. Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Heilbrigðisráðherra styður sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum. Þjóðin drekkur í dag tæplega þriðjungi meira en markmið heilbrigðisáætlunar stjórnvalda gerir ráð fyrir. Sem óbreyttur þingmaður Sjálfstæðisflokksins barðist Guðlaugur Þór Þórðarson, núverandi heilbrigðisráðherra, fyrir því að fólk gæti keypt sér léttvín og bjór um leið og það verslar í matinn. Síðast talaði hann fyrir málinu í febrúar á þessu ári og var þá fyrsti flutningsmaður frumvarps sem fjórtán þingmenn í þremur flokkum stóðu að. Frumvarpið var hársbreidd frá því að komast í gegn. Allsherjarnefnd alþingis samþykkti málið - að undanskyldum fulltrúa Vinstri grænna. Í áliti nefndarinnar kom fram að hún teldi "eðlilegt að sala á vörum og þjónustu væri á hendi einkaaðila" og að með frumvarpinu væri "stigið lítið skref í þá átt að gera sölu á áfengi frjálsa eins og tíðkast víða í nágrannalöndunum." Svo virðist sem Vinstri grænir hafi tekist að kippa því út af dagskrá með því að hóta málþófi. Þegar fréttastofa hafði samband við heilbrigðisráðherra í dag vildi hann ekki koma í viðtal. Hann sagði afstöðu sína hins vegar ekki hafa breyst í stóli ráðherra - en að hann myndi ekki beita sér fyrir framgangi þess innan ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt heilbrigðisáætlun stjórnvalda, sem gildir til 2010, er eitt af sjö forgangsverkefnum heilbrigðisyfirvalda að áfengisneysla verði ekki meiri en fimm lítrar af hreinu alkóhóli á hvern íbúa 15 ára og eldri. Vísað er til þess að árið 1998 drakk þjóðin rösklega fimm og hálfan lítra af hreinum vínanda. Heilbrigðisyfirvöld eru fjarri því að ná settu marki. Ári eftir að áætlunin tók gildi var neyslan komin heilan lítra fram yfir markmið stjórnvalda, upp í 6,53 lítra. Síðustu þrjú ár hefur neyslan aukist jafnt og þétt og var í fyrra komin í 7,2 lítra - og er þar með orðin rösklega þrjátíu prósent meiri en stjórnvöld höfðu óskað sér.
Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira