Umferðarslys varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar, Laugavegs og Suðurlandsbrautar klukkan 21:00 mánudaginn 23. júlí síðastliðinn. Þar skullu saman jepplingur og fólksbifreið.
Þeir vegfarendur sem kunna að hafa orðið vitni að umferðarslysinu eru beðnir að hafa samband við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000.