Mistök Vegagerðar að skoða ferjuna ekki betur Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 14. ágúst 2007 18:47 Vegagerðin taldi ekki réttlætanlegt að eyða meiru fé í að skoða írsku ferjuna áður en hún var keypt til Grímseyjarsiglinga. Það leiddi til þess að kostnaður við ferjuna fór hundruð milljóna fram úr áætlun. Vegamálastjóri segir Vegagerðina bera ábyrgðina. Grímseyjarferjan kostar líklega rúmar fimm milljónir á hvern íbúa eyjunnar. Kolsvört skýrsla Ríkisendurskoðunar um kaup og endurnýjun á Grímseyjarferju var gerð opinber í morgun. Vegagerðin, fjármálaráðuneyti og samgönguráðuneyti eru öll gagnrýnd í skýrslunni. Og menn eru ekkert að tipla eins og kettir kringum heitan graut - í skýrslunni stendur skýrum stöfum að undirbúningurinn hafi verið ófullnægjandi og skoðun ferjunnar áður en hún var keypt ábótavant. Losarabragur á kostnaðaráætlunum og fjölmargt í störfum verksalans - sem er Vélsmiðja Orms og Víglundar - gagnrýnivert. Heildarkostnaður ferjunnar með endurbótum var áætlaður 150 milljónir króna. Í skýrslunni kemur fram að nú sé hins vegar ljóst að kostnaðurinn verði að minnsta kosti 500 milljónir. Ráðherra ætlar í fyrsta lagi að krefjast þess af Vegagerðinni að verkefnisstjórn verði skipuð til að taka út stöðuna og áætla endanlegan kostnað. En hvernig gat það gerst að kaup á ferju til eyju með 99 íbúa gat farið svona úr böndunum? Samgönguráðherra skellir skuldinni að nokkru leyti á ráðgjafa stjórnvalda og Vegagerðarinnar. Fréttastofa hafði samband við Einar Hermannsson í dag. Hann vildi ekki koma í viðtal en svaraði spurningum fréttastofu.Einar kveðst hafa skoðað skipið á Írlandi haustið 2004 og metið þá skipið á innan við helming af uppsettu verði. Hann segist einnig hafa tekið fram í skýrslu til Vegagerðarinnar að skipið væri í afskaplega slæmu standi. Hann áætlaði að tæpar 55 milljónir kostaði að gera við skipið - óbreytt. Nú er ljóst að viðgerðakostnaður verður að minnsta kosti sjö sinnum meiri. Aðspurður hvernig standi á þessum mun segir Einar að hann hafi miðað við viðgerð í Austur-Evrópu. Auk þess sé nú búið að gjörbylta skipinu og gera á því breytingar upp á hundruð milljóna - byggja yfir það, byggja yfir afturdekkið, setja á það perustefni, skipta um allar lúgur og margt fleira. Þetta var staðfest af mönnum sem unnu að viðgerð skipsins.Allmörg spjót standa á fyrrum samgönguráðherra, Sturlu Böðvarssyni. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að: Tíðar og siðbúnar kröfur Grímseyinga, sem yfirleitt hafi komið fram fyrir milligöngu samgönguráðuneytisins hafi gert Vegagerðinni afar erfitt um vik. Svo virðist sem þessar kröfur hafi vegið þungt í framúrkeyrslunni. Ekki náðist í Sturlu í dag. Fréttir Innlent Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Vegagerðin taldi ekki réttlætanlegt að eyða meiru fé í að skoða írsku ferjuna áður en hún var keypt til Grímseyjarsiglinga. Það leiddi til þess að kostnaður við ferjuna fór hundruð milljóna fram úr áætlun. Vegamálastjóri segir Vegagerðina bera ábyrgðina. Grímseyjarferjan kostar líklega rúmar fimm milljónir á hvern íbúa eyjunnar. Kolsvört skýrsla Ríkisendurskoðunar um kaup og endurnýjun á Grímseyjarferju var gerð opinber í morgun. Vegagerðin, fjármálaráðuneyti og samgönguráðuneyti eru öll gagnrýnd í skýrslunni. Og menn eru ekkert að tipla eins og kettir kringum heitan graut - í skýrslunni stendur skýrum stöfum að undirbúningurinn hafi verið ófullnægjandi og skoðun ferjunnar áður en hún var keypt ábótavant. Losarabragur á kostnaðaráætlunum og fjölmargt í störfum verksalans - sem er Vélsmiðja Orms og Víglundar - gagnrýnivert. Heildarkostnaður ferjunnar með endurbótum var áætlaður 150 milljónir króna. Í skýrslunni kemur fram að nú sé hins vegar ljóst að kostnaðurinn verði að minnsta kosti 500 milljónir. Ráðherra ætlar í fyrsta lagi að krefjast þess af Vegagerðinni að verkefnisstjórn verði skipuð til að taka út stöðuna og áætla endanlegan kostnað. En hvernig gat það gerst að kaup á ferju til eyju með 99 íbúa gat farið svona úr böndunum? Samgönguráðherra skellir skuldinni að nokkru leyti á ráðgjafa stjórnvalda og Vegagerðarinnar. Fréttastofa hafði samband við Einar Hermannsson í dag. Hann vildi ekki koma í viðtal en svaraði spurningum fréttastofu.Einar kveðst hafa skoðað skipið á Írlandi haustið 2004 og metið þá skipið á innan við helming af uppsettu verði. Hann segist einnig hafa tekið fram í skýrslu til Vegagerðarinnar að skipið væri í afskaplega slæmu standi. Hann áætlaði að tæpar 55 milljónir kostaði að gera við skipið - óbreytt. Nú er ljóst að viðgerðakostnaður verður að minnsta kosti sjö sinnum meiri. Aðspurður hvernig standi á þessum mun segir Einar að hann hafi miðað við viðgerð í Austur-Evrópu. Auk þess sé nú búið að gjörbylta skipinu og gera á því breytingar upp á hundruð milljóna - byggja yfir það, byggja yfir afturdekkið, setja á það perustefni, skipta um allar lúgur og margt fleira. Þetta var staðfest af mönnum sem unnu að viðgerð skipsins.Allmörg spjót standa á fyrrum samgönguráðherra, Sturlu Böðvarssyni. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að: Tíðar og siðbúnar kröfur Grímseyinga, sem yfirleitt hafi komið fram fyrir milligöngu samgönguráðuneytisins hafi gert Vegagerðinni afar erfitt um vik. Svo virðist sem þessar kröfur hafi vegið þungt í framúrkeyrslunni. Ekki náðist í Sturlu í dag.
Fréttir Innlent Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira