Grímseyjarferjuklúðrið ekki látið óátalið Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 15. ágúst 2007 18:30 Verklagsreglur samgönguráðuneytisins voru brotnar við kaup á Grímseyjarferjunni og það verður ekki látið óátalið. Sveitarstjóri Grímseyjar segir heimamenn hafa varað bæði Vegagerðina og samgönguráðuneytið við því að kostnaður við ferjuna yrði mun meiri en áætlað var. Í Grímseyjarferjuklúðrinu virðast margir sammála um að Vegagerðin og Samgönguráðuneytið beri ábyrgðina á því að hlutirnir fóru úrskeiðis - þó að núverandi samgönguráðherra hafi aðeins nafngreint einn mann, Einar Hermannsson skipaverkfræðing og ráðgjafa. Vegamálastjóri gekkst fúslega við ábyrgð sinni og Vegagerðarinnar í viðtölum í gær. Þáverandi samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, vill ekki tjá sig um málið að sinni. En nú síðdegis kom yfirlýsing frá Ragnhildi Hjaltadóttur ráðuneytisstjóra þar sem hún segir málið litið alvarlegum augum og skýrar verkslagsreglur ráðuneytisins hafi verið brotnar. Í lokin segir: Tekið verður á því með viðeigandi hætti - en ekki er ljóst hvað felst í þeim orðum. Ekki náðist í Ragnhildi í dag. Grímseyingar eru ekki fyllilega sáttir við skýrslu Ríkisendurskoðunar en þar er sagt að Grímseyingar hafi ekki gert athugasemdir við fyrirhuguð kaup og síðan samþykkt þau formlega haustið 2005. Þessu hafna Grímseyingar og segja að bæði í símtölum og tölvupóstum hafi þeir sagt með skýrum hætti að ekki kæmi til greina að kaupa ferjuna. Í tölvupósti í september 2005 segir sveitarstjórnint hreint út að hún geti ekki mælt með að gengið verði frá kaupum á skipinu. Í ljósi þess að bæði Einar Hermannsson skipaverkfræðingur og ríkisendurskoðun tala um að mikill þrýstingur hafi verið frá Samgönguráðuneytinu á bæði Grímseyinga og Vegagerðina - að kaupa ferjuna - er athyglisvert að lesa tölvupóst sem barst frá skrifstofustjóra í samgönguráðuneytinu þann 28. sept. þar sem segir að menn vilji ekki kaupa köttinn í sekknum OG að menn hafi nokkuð svigrúm til að leggja út í kostnað við að gera skipið sem best úr garði. Úr þessu verður ekki lesið að ráðuneytið hafi haldið fast um fjármuni í tengslum við viðgerð á skipinu, né hafi þeir lagt að Grímseyingum að hemja kröfur sínar. Enda má lesa út úr skýrslu gærdagsins að þótt kröfur Grímseyinga í viðbótarkostnaði vegi drjúgt er megnið af honum tilkominn vegna alþjóðlegra flokkunar eða tryggingafélagsins Lloyd Register. Kröfur þess, sem tekur út skip sem þessi til að tryggja að þau uppfylli staðla, hefðu varla átt að koma mönnum í opna skjöldu. Fréttir Innlent Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Sjá meira
Verklagsreglur samgönguráðuneytisins voru brotnar við kaup á Grímseyjarferjunni og það verður ekki látið óátalið. Sveitarstjóri Grímseyjar segir heimamenn hafa varað bæði Vegagerðina og samgönguráðuneytið við því að kostnaður við ferjuna yrði mun meiri en áætlað var. Í Grímseyjarferjuklúðrinu virðast margir sammála um að Vegagerðin og Samgönguráðuneytið beri ábyrgðina á því að hlutirnir fóru úrskeiðis - þó að núverandi samgönguráðherra hafi aðeins nafngreint einn mann, Einar Hermannsson skipaverkfræðing og ráðgjafa. Vegamálastjóri gekkst fúslega við ábyrgð sinni og Vegagerðarinnar í viðtölum í gær. Þáverandi samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, vill ekki tjá sig um málið að sinni. En nú síðdegis kom yfirlýsing frá Ragnhildi Hjaltadóttur ráðuneytisstjóra þar sem hún segir málið litið alvarlegum augum og skýrar verkslagsreglur ráðuneytisins hafi verið brotnar. Í lokin segir: Tekið verður á því með viðeigandi hætti - en ekki er ljóst hvað felst í þeim orðum. Ekki náðist í Ragnhildi í dag. Grímseyingar eru ekki fyllilega sáttir við skýrslu Ríkisendurskoðunar en þar er sagt að Grímseyingar hafi ekki gert athugasemdir við fyrirhuguð kaup og síðan samþykkt þau formlega haustið 2005. Þessu hafna Grímseyingar og segja að bæði í símtölum og tölvupóstum hafi þeir sagt með skýrum hætti að ekki kæmi til greina að kaupa ferjuna. Í tölvupósti í september 2005 segir sveitarstjórnint hreint út að hún geti ekki mælt með að gengið verði frá kaupum á skipinu. Í ljósi þess að bæði Einar Hermannsson skipaverkfræðingur og ríkisendurskoðun tala um að mikill þrýstingur hafi verið frá Samgönguráðuneytinu á bæði Grímseyinga og Vegagerðina - að kaupa ferjuna - er athyglisvert að lesa tölvupóst sem barst frá skrifstofustjóra í samgönguráðuneytinu þann 28. sept. þar sem segir að menn vilji ekki kaupa köttinn í sekknum OG að menn hafi nokkuð svigrúm til að leggja út í kostnað við að gera skipið sem best úr garði. Úr þessu verður ekki lesið að ráðuneytið hafi haldið fast um fjármuni í tengslum við viðgerð á skipinu, né hafi þeir lagt að Grímseyingum að hemja kröfur sínar. Enda má lesa út úr skýrslu gærdagsins að þótt kröfur Grímseyinga í viðbótarkostnaði vegi drjúgt er megnið af honum tilkominn vegna alþjóðlegra flokkunar eða tryggingafélagsins Lloyd Register. Kröfur þess, sem tekur út skip sem þessi til að tryggja að þau uppfylli staðla, hefðu varla átt að koma mönnum í opna skjöldu.
Fréttir Innlent Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Sjá meira