NATO sagði mikilvægt að reka íslenska loftvarnarkerfið áfram Guðjón Helgason skrifar 15. ágúst 2007 19:02 Atlantshafsbandalagið lagði ofuráherslu á að íslenska loftvarnarkerfið yrði rekið áfram eftir að Bandaríkjamenn gæfu það frá sér. Íslendingar tóku í dag við rekstri fjögurra ratsjárstöðva og reka kerfið áfram sem hluta af evrópska loftvarnarkerfinu. Allur búnaður loftvarnarkerfisins er í eigu Atlantshafsbandalagsins en þar til nú hafa Bandaríkjamenn borgað reksturinn. Því hættu þeir í dag. Kerfið nemur merki frá flugvélum sem fara um lofthelgina og sendir merki til að finna vélar sem vilja ekki láta vita af sér. Í dag er loftvarnarkerfi Bandaríkjamanna virkt og kerfi Atlantshafsbandalagsins. Á milli liggur svo íslenska kerfið. Á fundi Atlantshafsbandalagsins í Riga í Lettlandi í nóvember í fyrra óskaði Geir H. Haarde, forsætisráðherra, eftir því að bandalagið tæki að sér eftirlit í íslenskri lofthelgi. Niðurstaða hermálanefndar og fastaráðs NATO var að það yrði að tryggja áfram rekstur loftvarnarkerfisins. Íslenska kerfið yrði að vera til staðar annars væri tómt mál að tala um loftvarnir. Án þess opnast gat milli loftvarnarkerfis Bandaríkjamanna og Evrópubúa. Þar hefðu vélar geta horfið með auðveldum hætti. Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að reka kerfið áfram og innan fárra vikna verður það hluti þess evrópska. Flugsveitir NATO koma til eftirlits á Íslandi minnst fjórum sinnum á ári og sérstakar ráðstafanir gerðar til að bregðast við aðsteðjandi hættu utan þess tíma sem flugsveitir verða á Íslandi. Atlantshafsbandalagið veitir aðstoð vegna viðhalds á mannvirkjum og búnaði og við þjálfun Íslendinga vegna rekstursins. Íslendingar munu nú greina og samþætta upplýsingar úr kerfinu eins og það er orðað, miðla upplýsingum til stjórnstöðvar NATO og dreifa og miðla upplýsingum sem varða almennt flugöryggi og aðra hagsmuni Íslands til stofnana íslenska ríkisins. Það er svo flugsveita NATO þjóða að bregðast við gerist þess þörf. Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Atlantshafsbandalagið lagði ofuráherslu á að íslenska loftvarnarkerfið yrði rekið áfram eftir að Bandaríkjamenn gæfu það frá sér. Íslendingar tóku í dag við rekstri fjögurra ratsjárstöðva og reka kerfið áfram sem hluta af evrópska loftvarnarkerfinu. Allur búnaður loftvarnarkerfisins er í eigu Atlantshafsbandalagsins en þar til nú hafa Bandaríkjamenn borgað reksturinn. Því hættu þeir í dag. Kerfið nemur merki frá flugvélum sem fara um lofthelgina og sendir merki til að finna vélar sem vilja ekki láta vita af sér. Í dag er loftvarnarkerfi Bandaríkjamanna virkt og kerfi Atlantshafsbandalagsins. Á milli liggur svo íslenska kerfið. Á fundi Atlantshafsbandalagsins í Riga í Lettlandi í nóvember í fyrra óskaði Geir H. Haarde, forsætisráðherra, eftir því að bandalagið tæki að sér eftirlit í íslenskri lofthelgi. Niðurstaða hermálanefndar og fastaráðs NATO var að það yrði að tryggja áfram rekstur loftvarnarkerfisins. Íslenska kerfið yrði að vera til staðar annars væri tómt mál að tala um loftvarnir. Án þess opnast gat milli loftvarnarkerfis Bandaríkjamanna og Evrópubúa. Þar hefðu vélar geta horfið með auðveldum hætti. Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að reka kerfið áfram og innan fárra vikna verður það hluti þess evrópska. Flugsveitir NATO koma til eftirlits á Íslandi minnst fjórum sinnum á ári og sérstakar ráðstafanir gerðar til að bregðast við aðsteðjandi hættu utan þess tíma sem flugsveitir verða á Íslandi. Atlantshafsbandalagið veitir aðstoð vegna viðhalds á mannvirkjum og búnaði og við þjálfun Íslendinga vegna rekstursins. Íslendingar munu nú greina og samþætta upplýsingar úr kerfinu eins og það er orðað, miðla upplýsingum til stjórnstöðvar NATO og dreifa og miðla upplýsingum sem varða almennt flugöryggi og aðra hagsmuni Íslands til stofnana íslenska ríkisins. Það er svo flugsveita NATO þjóða að bregðast við gerist þess þörf.
Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira