Verðmætara að passa fé en börn 20. ágúst 2007 18:45 Það er skelfilegt að þjóðfélagið meti það til hærri launa að passa peninga en börn, segir Beata Tarasuik, sem ákvað nýverið að segja upp, eftir níu ára starf á leikskóla. Hún hefur fengið starf sem gjaldkeri hjá Glitni og snarhækkar við það í launum.Mikil ólga er meðal almennra starfsmanna á leikskólum Reykjavíkur eftir að fregnir bárust af álagsgreiðslum til leikskólakennara vegna manneklu í skólunum. Um 55% starfsmanna á leikskólunum eru ekki með kennaramenntun og fá ekki þessar greiðslur. Stéttarfélag þeirra, Efling, hefur krafist þess að eitt gangi yfir alla - enda bitni aukið álag á öllum, ekki bara kennaramenntuðum. Til stóð að fulltrúar Eflingar ræddu kröfur sínar við borgina í dag en fundinum var frestað. Á Seltjarnarnesi ákváðu bæjaryfirvöld í samvinnu við leikskólafólk að allir starfsmenn leikskólanna fengju þessar viðbótargreiðslur. Hversu háar - eða hversu lengi, er þó óákveðið.Það dugði þó ekki til að halda í Beötu Tarasuik. Beata er pólsk og hefur búið á Íslandi í 16 ár. Síðastliðin níu ár hefur hún starfað á leikskólanum Sólbrekku og haft unun af. Hún segir það skemmtilegt og mjög gefandi.En Beötu er ekki skemmt yfir laununum. Hún er komin í efsta þrep, með 9 ára starfsreynslu, fullt af námskeiðum og launin - 170 þúsund krónur á mánuði. Hærra kemst hún ekki - nema hún læri til leikskólakennara - sem eru þrjú ár í háskóla. Við það myndu launin hækka, en svo lítið að Beötu finnst það ekki borga sig. Hún sagði því upp nýlega.Brátt tekur við gjaldkerastarf hjá Glitni. Ljóst er að við það hækkar hún verulega í launum. Fréttir Innlent Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Það er skelfilegt að þjóðfélagið meti það til hærri launa að passa peninga en börn, segir Beata Tarasuik, sem ákvað nýverið að segja upp, eftir níu ára starf á leikskóla. Hún hefur fengið starf sem gjaldkeri hjá Glitni og snarhækkar við það í launum.Mikil ólga er meðal almennra starfsmanna á leikskólum Reykjavíkur eftir að fregnir bárust af álagsgreiðslum til leikskólakennara vegna manneklu í skólunum. Um 55% starfsmanna á leikskólunum eru ekki með kennaramenntun og fá ekki þessar greiðslur. Stéttarfélag þeirra, Efling, hefur krafist þess að eitt gangi yfir alla - enda bitni aukið álag á öllum, ekki bara kennaramenntuðum. Til stóð að fulltrúar Eflingar ræddu kröfur sínar við borgina í dag en fundinum var frestað. Á Seltjarnarnesi ákváðu bæjaryfirvöld í samvinnu við leikskólafólk að allir starfsmenn leikskólanna fengju þessar viðbótargreiðslur. Hversu háar - eða hversu lengi, er þó óákveðið.Það dugði þó ekki til að halda í Beötu Tarasuik. Beata er pólsk og hefur búið á Íslandi í 16 ár. Síðastliðin níu ár hefur hún starfað á leikskólanum Sólbrekku og haft unun af. Hún segir það skemmtilegt og mjög gefandi.En Beötu er ekki skemmt yfir laununum. Hún er komin í efsta þrep, með 9 ára starfsreynslu, fullt af námskeiðum og launin - 170 þúsund krónur á mánuði. Hærra kemst hún ekki - nema hún læri til leikskólakennara - sem eru þrjú ár í háskóla. Við það myndu launin hækka, en svo lítið að Beötu finnst það ekki borga sig. Hún sagði því upp nýlega.Brátt tekur við gjaldkerastarf hjá Glitni. Ljóst er að við það hækkar hún verulega í launum.
Fréttir Innlent Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira