Erlent

Bláeygir farsælli en aðrir

Augnlitur gæti ákvarðað afrek þín í lífinu. Þetta gefur ný bandarísk rannsókn til kynna. Hún sýnir að fólk með blá augu sé líklegra til að skara framúr í námi en þeir sem eru með brún. Þau séu gáfaðri og gangi betur í prófum.

Fólk með brún augu gekk þó betur í rannsóknum sem reyndu á viðbragðsflýti þátttakenda. Það gefur til kynna að brúneygir séu líklegri til afreka í íþróttum sem krefjast snöggra viðbragða, eins og t.d. fótbolta eða hokkí.

Rannsakendur við Háskólann í Louisville ályktuðu að fólk með ljósari augu virtust vera betri í rökhugsun. Því ætti fólk með blá augu meiri möguleika á að ganga betur í athöfnum sem þarfnast skipulagningar og tímastjórnunar t.d. golfi, maraþonhlaupi eða próflestri.

Joanna Rowe, prófessor við Háskólann í Louisville í Kentucky, sem framkvæmdi rannsóknirnar, sagði að rannsóknin benti til þess að það væri áður óþekktur hlekkur á milli augnlitar og mikils árangurs í námi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×