Heyrnarlausir geta loks talað í gemsa Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 3. september 2007 18:45 Samfélag heyrnarlausra á Stór-Reykjavíkursvæðinu á líklega eftir að liggja í gemsanum næstu dagana. Arnar Ægisson segir að samskiptin við eiginkonuna eigi eftir að batna til muna frá og með morgundeginum. Arnar Ægisson er 27 ára gamall, faðir tveggja ára dóttur og starfsmaður á bílaverkstæði Heklu. Venjulegur ungur maður - nema að hann hefur eingöngu getað notað gemsann til að senda eiginkonu sinni, ættingjum og vinum SMS. En - frá og með klukkan níu í fyrramálið getur hann talað við konuna sína í gemsann. "Þegar við erum bæði komin með þessa síma, þá breytist heilmikið. Samskiptin verða miklu styttri, við getum talað beint saman á táknmáli og er mjög fljótlegt. Þetta verður miklu einfaldara með þriðju kynslóðinni," segir Arnar. Hann er ekki hræddur að launin étist upp í símakostnað, en myndsímtöl eru töluvert dýrari en talsímtöl. "Nei, nei, nei. Mér finnst mikilvægast að geta átt samskipti. Kostnaðurinn er seinni tíma vandamál." Rætt hefur verið um þriðju kynslóðar gemsa í áraraðir en það er sum sé ekki fyrr en á morgun sem þessi tækni kemst í gagnið hér á Íslandi - og þá eingöngu á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Um sjö þúsund 3. kynslóðar símar eru hér á landi en meginkostur tækninnar er að hún flytur meiri gögn hraðar en hingað til. Sem þýðir að hægt er að horfa á sjónvarpið í gemsanum - og tala við fólk í mynd. Það getur nýst við ýmsar aðstæður. "Þú getur til dæmis beint símanum að mótornum á bílnum þínum og þá er einhver sem getur sagt þér hvað þú átt að gera." Fréttir Innlent Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Samfélag heyrnarlausra á Stór-Reykjavíkursvæðinu á líklega eftir að liggja í gemsanum næstu dagana. Arnar Ægisson segir að samskiptin við eiginkonuna eigi eftir að batna til muna frá og með morgundeginum. Arnar Ægisson er 27 ára gamall, faðir tveggja ára dóttur og starfsmaður á bílaverkstæði Heklu. Venjulegur ungur maður - nema að hann hefur eingöngu getað notað gemsann til að senda eiginkonu sinni, ættingjum og vinum SMS. En - frá og með klukkan níu í fyrramálið getur hann talað við konuna sína í gemsann. "Þegar við erum bæði komin með þessa síma, þá breytist heilmikið. Samskiptin verða miklu styttri, við getum talað beint saman á táknmáli og er mjög fljótlegt. Þetta verður miklu einfaldara með þriðju kynslóðinni," segir Arnar. Hann er ekki hræddur að launin étist upp í símakostnað, en myndsímtöl eru töluvert dýrari en talsímtöl. "Nei, nei, nei. Mér finnst mikilvægast að geta átt samskipti. Kostnaðurinn er seinni tíma vandamál." Rætt hefur verið um þriðju kynslóðar gemsa í áraraðir en það er sum sé ekki fyrr en á morgun sem þessi tækni kemst í gagnið hér á Íslandi - og þá eingöngu á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Um sjö þúsund 3. kynslóðar símar eru hér á landi en meginkostur tækninnar er að hún flytur meiri gögn hraðar en hingað til. Sem þýðir að hægt er að horfa á sjónvarpið í gemsanum - og tala við fólk í mynd. Það getur nýst við ýmsar aðstæður. "Þú getur til dæmis beint símanum að mótornum á bílnum þínum og þá er einhver sem getur sagt þér hvað þú átt að gera."
Fréttir Innlent Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira