Foreldrar Madeleine McCann íhuga nú að láta gera sjálfstæða rannsókn á bílaleigubílnum sem þau leigðu í Portúgal. Bresk lögregla fann lífsýni úr stúlkunni í bílnum, en foreldrarnir tóku hann á leigu um þremur vikum eftir að Madeleine litla hvarf frá hótelíbúð þeirra í Portúgal.
Kate og Jerry McCann var nýlega gefin staða grunaðra í málinu. Þau bíða nú úrskurðar dómara um það hvort formleg kæra verði gefin út á hendur þeim.
Foreldrar Madeleine vilja láta rannasaka bílaleigubílinn sjálf
