Tvö vitni segjast hafa séð Madeleine 23. september 2007 20:15 Gerry McCann er sannfærður um að Madeleine hafi verið rænt. Mynd/ AFP Breskur karlmaður segist hafa séð unga stúlku sem líktist Madeleine McCann í Marrakech þann níunda maí síðastliðinn, eftir meint hvarf hennar af hótelherberginu. Norsk kona fullyrðir einnig að hún hafi séð Madeleine þennan dag, samkvæmt breska blaðinu News of the World. Samvæmt blaðinu segjast báðir aðilar hafa séð stúlkuna á sama stað og á svipuðum tíma. Upplýst hafði verið um fullyrðingar norsku konunnar. Portúgalska lögreglan hefur hins vegar aldrei gefið neitt upp um fullyrðingar breska karlmannsins. Heimildarmaður News of the World, sem er nákominn Kate og Gerry McCann, staðfesti hins vegar við blaðið að vitnið hefði gefið sig fram. Samkvæmt heimildum blaðsins var stúlkan stödd nærri Ibis hótelinu þegar maðurinn sá hana. Hann tilkynnti lögreglunni í Leicestershire um það sem hann sá og þeim upplýsingum var miðlað áfram til lögreglunnar í Morrokkó og Portúgal. Lögreglan segir að þetta geti hugsanlega hafa verið Madeleine en ekkert geti staðfest það. Norska konan segist hins vegar vera sannfærð. "Ég er sannfærð um að þetta var Madeleine. Þetta var indæl og krúttleg stúlka. Hún stóð þarna skammt frá mér og við hliðina á henni var maður. Hún virtist sorgmædd og svolítið áttavillt," sagði konan í samtali við News of the World. Fréttir af seinna vitninu berast einungis fáeinum dögum eftir að portúgalska lögreglan fullyrðir að hún haldi öllum möguleikum opnum í rannsókninni. McCann hjónin hafa verið grunuð um að hafa valdið dauða Madeleine og falið líkið. Þau halda sig hins vegar fast við þá frásögn að stúlkunni hafi verið rænt. Madeleine McCann Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira
Breskur karlmaður segist hafa séð unga stúlku sem líktist Madeleine McCann í Marrakech þann níunda maí síðastliðinn, eftir meint hvarf hennar af hótelherberginu. Norsk kona fullyrðir einnig að hún hafi séð Madeleine þennan dag, samkvæmt breska blaðinu News of the World. Samvæmt blaðinu segjast báðir aðilar hafa séð stúlkuna á sama stað og á svipuðum tíma. Upplýst hafði verið um fullyrðingar norsku konunnar. Portúgalska lögreglan hefur hins vegar aldrei gefið neitt upp um fullyrðingar breska karlmannsins. Heimildarmaður News of the World, sem er nákominn Kate og Gerry McCann, staðfesti hins vegar við blaðið að vitnið hefði gefið sig fram. Samkvæmt heimildum blaðsins var stúlkan stödd nærri Ibis hótelinu þegar maðurinn sá hana. Hann tilkynnti lögreglunni í Leicestershire um það sem hann sá og þeim upplýsingum var miðlað áfram til lögreglunnar í Morrokkó og Portúgal. Lögreglan segir að þetta geti hugsanlega hafa verið Madeleine en ekkert geti staðfest það. Norska konan segist hins vegar vera sannfærð. "Ég er sannfærð um að þetta var Madeleine. Þetta var indæl og krúttleg stúlka. Hún stóð þarna skammt frá mér og við hliðina á henni var maður. Hún virtist sorgmædd og svolítið áttavillt," sagði konan í samtali við News of the World. Fréttir af seinna vitninu berast einungis fáeinum dögum eftir að portúgalska lögreglan fullyrðir að hún haldi öllum möguleikum opnum í rannsókninni. McCann hjónin hafa verið grunuð um að hafa valdið dauða Madeleine og falið líkið. Þau halda sig hins vegar fast við þá frásögn að stúlkunni hafi verið rænt.
Madeleine McCann Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira