Körfubolti

Shawn Marion vill fara frá Phoenix

Shawn Marion skoraði 17,5 stig og hirti tæp 10 fráköst að meðaltali í leik með Phoenix í fyrra
Shawn Marion skoraði 17,5 stig og hirti tæp 10 fráköst að meðaltali í leik með Phoenix í fyrra NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Shawn Marion hjá Phoenix Suns í NBA deildinni hefur farið fram á að verða skipt frá félaginu. Hann segist vera orðinn dauðleiður á sífelldum orðrómum um að honum verði skipt í burtu og segir tíma til kominn að breyta til eftir 8 ár í eyðimörkinni.

"Ég er orðinn leiður á að heyra endalausar kjaftasögur um að ég sé að fara héðan og nú er kominn tími til fyrir mig að reyna fyrir mér annarsstaðar," sagði Marion, sem er hæstlaunaðasti leikmaður Phoenix. Hann á tvö ár eftir af samningi sínum en hefur ekki fengið framlengingu eins og hann óskaði eftir í sumar.

"Þetta er óháð samningamálum mínum hjá félaginu - ég er bara þreyttur á þessum orðrómum. Félagið reyndi að pína mig til að fara til Boston í skiptum fyrir Kevin Garnett, en ég hef ekki gert neitt af mér. Ég berst eins og ljón í hverjum einasta leik. Ég elska stuðningsmenn Phenix, en ég verð að sjá um sjálfan mig," sagði Marion í viðtali í dag.

Marion hefur m.a. verið orðaður við LA Lakers og segist vel geta hugsað sér að spila með vini sínum Kobe Bryant. "Lakers er frábært félag með góða eigendur - ég væri alveg til í að spila þar," sagði Marion.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×