Lækka skatta á fólk og fyrirtæki 3. október 2007 12:15 Ríkisstjórnin hyggst lækka skatta á fólk og fyrirtæki á kjörtímabilinu. Þetta kom fram í stefnuræðu forsætisráðherra á alþingi í gærkvöldi. Persónuafslátturinn verður hækkaður og almannatryggingar endurskoðaðar til að bæta hag lágtekjufólks og millitekjufólks. Stjórnarandstaðan sagði ræðuna flata. Forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni að flest benti til að þensla síðustu ára væri á undanhaldi og stöðugleiki framundan. Hann sagði mikilvægt að fyrirtækin sæju sér hag í að vera með höfuðstöðvar á Íslandi og benti á harðnandi samkeppni um öflugustu fyrirtækin og bestu starfsmennina.Afgangur ríkissjóðs skapar svigrúm til þessara skattalækkana, sagði Geir og tæpti síðan á mörgum þeirra verkefna sem ríkisstjórnin hyggst einbeita sér að, uppbyggingu í þágu barna og ungmenna, leiðréttingu á kynbundnum launamun og meiri samkeppni á lyfjamarkaði svo fátt eitt sé nefnt.Að stefnuræðu lokinni tók Steingrímur J. Sigúfsson, formaður Vinstri grænna, til máls. Steingrímur gagnrýndi ýmislegt í ræðu Geirs, meðal annars að ekki ætti að hækka persónuafsláttinn nema um 4,8% - sem muni ekki halda í við launaþróun.Þá steig Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, í pontu og sagði stjórnina þegar á fjórum mánuðum hafa komið fjölmörgu í verk.Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði hagstjórnina nú alla í höndum Seðlabankans og telur sig skynja sundurlyndi hjá ríkisstjórninni.Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, gagnrýndi mótvægisaðgerðirnar harðlega, Hafró-menn séu í enn einu svartsýniskastinu og aðgerðir sjávarútvegsráðherra vegi að grunni byggðar í landinu. Fréttir Innlent Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent Fleiri fréttir Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Sjá meira
Ríkisstjórnin hyggst lækka skatta á fólk og fyrirtæki á kjörtímabilinu. Þetta kom fram í stefnuræðu forsætisráðherra á alþingi í gærkvöldi. Persónuafslátturinn verður hækkaður og almannatryggingar endurskoðaðar til að bæta hag lágtekjufólks og millitekjufólks. Stjórnarandstaðan sagði ræðuna flata. Forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni að flest benti til að þensla síðustu ára væri á undanhaldi og stöðugleiki framundan. Hann sagði mikilvægt að fyrirtækin sæju sér hag í að vera með höfuðstöðvar á Íslandi og benti á harðnandi samkeppni um öflugustu fyrirtækin og bestu starfsmennina.Afgangur ríkissjóðs skapar svigrúm til þessara skattalækkana, sagði Geir og tæpti síðan á mörgum þeirra verkefna sem ríkisstjórnin hyggst einbeita sér að, uppbyggingu í þágu barna og ungmenna, leiðréttingu á kynbundnum launamun og meiri samkeppni á lyfjamarkaði svo fátt eitt sé nefnt.Að stefnuræðu lokinni tók Steingrímur J. Sigúfsson, formaður Vinstri grænna, til máls. Steingrímur gagnrýndi ýmislegt í ræðu Geirs, meðal annars að ekki ætti að hækka persónuafsláttinn nema um 4,8% - sem muni ekki halda í við launaþróun.Þá steig Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, í pontu og sagði stjórnina þegar á fjórum mánuðum hafa komið fjölmörgu í verk.Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði hagstjórnina nú alla í höndum Seðlabankans og telur sig skynja sundurlyndi hjá ríkisstjórninni.Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, gagnrýndi mótvægisaðgerðirnar harðlega, Hafró-menn séu í enn einu svartsýniskastinu og aðgerðir sjávarútvegsráðherra vegi að grunni byggðar í landinu.
Fréttir Innlent Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent Fleiri fréttir Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Sjá meira