Fagnar ákvörðun Nóbelsnefndarinnar Guðjón Helgason skrifar 12. október 2007 12:52 Achim Steiner, framkvæmdastjóri Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, fagnar ákvörðun Nóbelsnefndarinnar að veita Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, og alþjóðlegri nefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál friðarverðlaun Nóbels þetta árið. Verðlaunin fá Gore og nefndin fyrir framlag sitt í loftlagsmálum. Tilkynnt var um hver hreppti verðlaunin þetta árið í Ósló í Noregi í morgun. Verðlaunaféð er jafnvirði níutíu milljóna króna og skiptist jafnt milli Gore og nefndarinnar. Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Ósló tíunda desember næstkomandi. Aðrir sem komu til greina í valinu á friðarverðlaunahafanum þetta árið voru Evrópusambandið, Martti Ahtisaari, fyrrverandi forseti Finnlands, og pólska konan Irena Sendler sem bjargaði gyðingabörnum í síðari heimstyrjöld. Í áliti nóbelsnefndarinnar segir að Gore og nefnd Sameinuðu þjóðanna fái verðlaunin fyrir að auka við þekkingu manna um hvaða áhrif verk þeirra hafi á loftslagsbreytingar. Gore hafi vakið athygli á vandanum með ýsmum hætti - meðal annars með kvikmyndinni Óþægilegur sannleikur sem var valin besta heimildamyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni fyrr á þessu ári. Gore segir í yfirlýsingu að hann sé hrærður. Hann ætlar að gefa allt verðlaunafé sitt til baráttusamtaka gegn loftslagsbreytingum. Achim Steiner, framkvæmdastjóri Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, var heiðursgestur á Umhverfisþingi í Reykjavík í morgun. Hann segir þetta merkan dag fyrir Sameinuðu þjóðirnar, Al Gore og ekki síst þau öfl í heiminum sem hafi tekið höndum saman í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Margir vilja Al Gore í forsetaframboð á næsta ári en eins og flestir vita fékk hann ekki lyklana að Hvíta húsinu eftir kosningarnar 2000. Hópur áhugasamra um framboð hans hefur verið stofnaður og birti heilsíðu auglýsingu í New York Times í fyrradag til að hvetja hann í slaginn. Sú barátta fær nú án efa byr undir báða vængi. Erlent Fréttir Nóbelsverðlaun Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Achim Steiner, framkvæmdastjóri Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, fagnar ákvörðun Nóbelsnefndarinnar að veita Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, og alþjóðlegri nefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál friðarverðlaun Nóbels þetta árið. Verðlaunin fá Gore og nefndin fyrir framlag sitt í loftlagsmálum. Tilkynnt var um hver hreppti verðlaunin þetta árið í Ósló í Noregi í morgun. Verðlaunaféð er jafnvirði níutíu milljóna króna og skiptist jafnt milli Gore og nefndarinnar. Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Ósló tíunda desember næstkomandi. Aðrir sem komu til greina í valinu á friðarverðlaunahafanum þetta árið voru Evrópusambandið, Martti Ahtisaari, fyrrverandi forseti Finnlands, og pólska konan Irena Sendler sem bjargaði gyðingabörnum í síðari heimstyrjöld. Í áliti nóbelsnefndarinnar segir að Gore og nefnd Sameinuðu þjóðanna fái verðlaunin fyrir að auka við þekkingu manna um hvaða áhrif verk þeirra hafi á loftslagsbreytingar. Gore hafi vakið athygli á vandanum með ýsmum hætti - meðal annars með kvikmyndinni Óþægilegur sannleikur sem var valin besta heimildamyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni fyrr á þessu ári. Gore segir í yfirlýsingu að hann sé hrærður. Hann ætlar að gefa allt verðlaunafé sitt til baráttusamtaka gegn loftslagsbreytingum. Achim Steiner, framkvæmdastjóri Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, var heiðursgestur á Umhverfisþingi í Reykjavík í morgun. Hann segir þetta merkan dag fyrir Sameinuðu þjóðirnar, Al Gore og ekki síst þau öfl í heiminum sem hafi tekið höndum saman í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Margir vilja Al Gore í forsetaframboð á næsta ári en eins og flestir vita fékk hann ekki lyklana að Hvíta húsinu eftir kosningarnar 2000. Hópur áhugasamra um framboð hans hefur verið stofnaður og birti heilsíðu auglýsingu í New York Times í fyrradag til að hvetja hann í slaginn. Sú barátta fær nú án efa byr undir báða vængi.
Erlent Fréttir Nóbelsverðlaun Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira