Fagnar ákvörðun Nóbelsnefndarinnar Guðjón Helgason skrifar 12. október 2007 12:52 Achim Steiner, framkvæmdastjóri Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, fagnar ákvörðun Nóbelsnefndarinnar að veita Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, og alþjóðlegri nefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál friðarverðlaun Nóbels þetta árið. Verðlaunin fá Gore og nefndin fyrir framlag sitt í loftlagsmálum. Tilkynnt var um hver hreppti verðlaunin þetta árið í Ósló í Noregi í morgun. Verðlaunaféð er jafnvirði níutíu milljóna króna og skiptist jafnt milli Gore og nefndarinnar. Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Ósló tíunda desember næstkomandi. Aðrir sem komu til greina í valinu á friðarverðlaunahafanum þetta árið voru Evrópusambandið, Martti Ahtisaari, fyrrverandi forseti Finnlands, og pólska konan Irena Sendler sem bjargaði gyðingabörnum í síðari heimstyrjöld. Í áliti nóbelsnefndarinnar segir að Gore og nefnd Sameinuðu þjóðanna fái verðlaunin fyrir að auka við þekkingu manna um hvaða áhrif verk þeirra hafi á loftslagsbreytingar. Gore hafi vakið athygli á vandanum með ýsmum hætti - meðal annars með kvikmyndinni Óþægilegur sannleikur sem var valin besta heimildamyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni fyrr á þessu ári. Gore segir í yfirlýsingu að hann sé hrærður. Hann ætlar að gefa allt verðlaunafé sitt til baráttusamtaka gegn loftslagsbreytingum. Achim Steiner, framkvæmdastjóri Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, var heiðursgestur á Umhverfisþingi í Reykjavík í morgun. Hann segir þetta merkan dag fyrir Sameinuðu þjóðirnar, Al Gore og ekki síst þau öfl í heiminum sem hafi tekið höndum saman í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Margir vilja Al Gore í forsetaframboð á næsta ári en eins og flestir vita fékk hann ekki lyklana að Hvíta húsinu eftir kosningarnar 2000. Hópur áhugasamra um framboð hans hefur verið stofnaður og birti heilsíðu auglýsingu í New York Times í fyrradag til að hvetja hann í slaginn. Sú barátta fær nú án efa byr undir báða vængi. Erlent Fréttir Nóbelsverðlaun Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Achim Steiner, framkvæmdastjóri Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, fagnar ákvörðun Nóbelsnefndarinnar að veita Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, og alþjóðlegri nefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál friðarverðlaun Nóbels þetta árið. Verðlaunin fá Gore og nefndin fyrir framlag sitt í loftlagsmálum. Tilkynnt var um hver hreppti verðlaunin þetta árið í Ósló í Noregi í morgun. Verðlaunaféð er jafnvirði níutíu milljóna króna og skiptist jafnt milli Gore og nefndarinnar. Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Ósló tíunda desember næstkomandi. Aðrir sem komu til greina í valinu á friðarverðlaunahafanum þetta árið voru Evrópusambandið, Martti Ahtisaari, fyrrverandi forseti Finnlands, og pólska konan Irena Sendler sem bjargaði gyðingabörnum í síðari heimstyrjöld. Í áliti nóbelsnefndarinnar segir að Gore og nefnd Sameinuðu þjóðanna fái verðlaunin fyrir að auka við þekkingu manna um hvaða áhrif verk þeirra hafi á loftslagsbreytingar. Gore hafi vakið athygli á vandanum með ýsmum hætti - meðal annars með kvikmyndinni Óþægilegur sannleikur sem var valin besta heimildamyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni fyrr á þessu ári. Gore segir í yfirlýsingu að hann sé hrærður. Hann ætlar að gefa allt verðlaunafé sitt til baráttusamtaka gegn loftslagsbreytingum. Achim Steiner, framkvæmdastjóri Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, var heiðursgestur á Umhverfisþingi í Reykjavík í morgun. Hann segir þetta merkan dag fyrir Sameinuðu þjóðirnar, Al Gore og ekki síst þau öfl í heiminum sem hafi tekið höndum saman í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Margir vilja Al Gore í forsetaframboð á næsta ári en eins og flestir vita fékk hann ekki lyklana að Hvíta húsinu eftir kosningarnar 2000. Hópur áhugasamra um framboð hans hefur verið stofnaður og birti heilsíðu auglýsingu í New York Times í fyrradag til að hvetja hann í slaginn. Sú barátta fær nú án efa byr undir báða vængi.
Erlent Fréttir Nóbelsverðlaun Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira