Ævintýraleg sigurkarfa Helga tryggði KR sigur 1. nóvember 2007 20:55 Helgi Magnússon tryggði KR ótrúlegan sigur á Njarðvík í kvöld KR-ingar unnu dramatískan 82-81 sigur á Njarðvík í Iceland Express deildinni í kvöld þar sem ævintýraleg þriggja stiga karfa Helga Magnússonar tryggði KR sigurinn um leið og lokaflautið gall. Heimamenn virtust vera búnir að tapa leiknum og voru undir síðustu mínútuna í leiknum þar sem dramatíkin var í hámarki. Njarðvík var yfir 81-79 þegar 7 sekúndur voru eftir af leiknum. Brynjar Björnsson keyrði upp að körfu Njarðvíkinga og kastaði boltanum út í vinstra hornið þar sem hann Helga Magnússon opinn. Helgi reyndi erfitt skot með varnarmann í andlitinu og brotið var hakalega á honum, en hátt regnbogaskot hans fór beint ofan í körfuna og tryggði KR sigurinn um leið og flautan gall. Þetta var því sannarlega ótrúlegur endir á frábærum og spennandi leik þessara liða - og dramatíkin sem var í viðureignum liðanna í fyrra virðist ekki ætla að verða neinu minni í vetur. "Þetta er bara það sem gerir þessa íþrótt svona skemmtilega og þetta var eins og skrifað handrit fyrir okkur í kvöld. Þú þarft að hafa menn í liðinu þínu sem klára svona skot og við erum með nóg af þeim." sagði Benedikt Guðmundsson kampakátur í viðtali við Sýn eftir dramatískan endirinn í DHL-höllinni í kvöld. KR-ingar höfðu yfir 43-37 í hálfleik en gestirnir voru grimmir í þriðja leikhlutanum og höfðu tveggja stiga forystu að honum loknum. Joshua Helm var atkvæðamestur hjá KR í kvöld með 30 stig og 12 fráköst og þeir Helgi Magnússon og Darri Hilmarsson skoruðu 11 hvor. Charleston Long skoraði 18 stig og hirti 12 fráköst fyrir Njarðvík, Brenton Birmingham skoraði 16 stig og gaf 9 stoðsendingar, Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 13 stig og Egill Jónasson 12 stig og hirti 8 fráköst. Alls fóru fram fimm leikir í kvöld. Grindavík lagði Tindastól fyrir norðan 90-78. Adam Darboe skoraði 22 stig fyrir Grindavík og Jonathan Griffin skoraði 18 stig og hirti 11 fráköst. Marcin Konaezewski var allt í öllu hjá Stólunum og skoraði 25 stig og hirti 15 fráköst. Þá skoraði Donald Brown 21 stig og hirti 10 fráköst fyrir Tindastól og Ísak Einarsson skoraði 12 stig og gaf 8 stoðsendingar. Keflavík burstaði ÍR 110-79 og er á toppnum í deildinni með fullt hús stiga. Tommy Johnson skoraði 24 stig fyrir Kefelavík, Anthony Susnjarra 16 og hirti 12 fráköst. Bobby Walker og Magnús Gunnarsson skoruðu 15 stig. Hjá ÍR var Hreggviður Magnússon í sérflokki með 29 stig. Skallagrímur lagði Fjölni 88-65 þar sem Darrel Flake skoraði 23 stig og hirti 14 fráköst fyrir Skallagrím og Pétur Sigurðsson 22. Drago Pavlovic skoraði 24 stig og hirti 8 fráköst fyrir Fjölni og Karlton Mims skoraði 15 stig. Þá vann Stjarnan góðan sigur á Þór á heimavelli 85-78 en tölfræði barst ekki úr þeim leik. Dominos-deild karla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Sjá meira
KR-ingar unnu dramatískan 82-81 sigur á Njarðvík í Iceland Express deildinni í kvöld þar sem ævintýraleg þriggja stiga karfa Helga Magnússonar tryggði KR sigurinn um leið og lokaflautið gall. Heimamenn virtust vera búnir að tapa leiknum og voru undir síðustu mínútuna í leiknum þar sem dramatíkin var í hámarki. Njarðvík var yfir 81-79 þegar 7 sekúndur voru eftir af leiknum. Brynjar Björnsson keyrði upp að körfu Njarðvíkinga og kastaði boltanum út í vinstra hornið þar sem hann Helga Magnússon opinn. Helgi reyndi erfitt skot með varnarmann í andlitinu og brotið var hakalega á honum, en hátt regnbogaskot hans fór beint ofan í körfuna og tryggði KR sigurinn um leið og flautan gall. Þetta var því sannarlega ótrúlegur endir á frábærum og spennandi leik þessara liða - og dramatíkin sem var í viðureignum liðanna í fyrra virðist ekki ætla að verða neinu minni í vetur. "Þetta er bara það sem gerir þessa íþrótt svona skemmtilega og þetta var eins og skrifað handrit fyrir okkur í kvöld. Þú þarft að hafa menn í liðinu þínu sem klára svona skot og við erum með nóg af þeim." sagði Benedikt Guðmundsson kampakátur í viðtali við Sýn eftir dramatískan endirinn í DHL-höllinni í kvöld. KR-ingar höfðu yfir 43-37 í hálfleik en gestirnir voru grimmir í þriðja leikhlutanum og höfðu tveggja stiga forystu að honum loknum. Joshua Helm var atkvæðamestur hjá KR í kvöld með 30 stig og 12 fráköst og þeir Helgi Magnússon og Darri Hilmarsson skoruðu 11 hvor. Charleston Long skoraði 18 stig og hirti 12 fráköst fyrir Njarðvík, Brenton Birmingham skoraði 16 stig og gaf 9 stoðsendingar, Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 13 stig og Egill Jónasson 12 stig og hirti 8 fráköst. Alls fóru fram fimm leikir í kvöld. Grindavík lagði Tindastól fyrir norðan 90-78. Adam Darboe skoraði 22 stig fyrir Grindavík og Jonathan Griffin skoraði 18 stig og hirti 11 fráköst. Marcin Konaezewski var allt í öllu hjá Stólunum og skoraði 25 stig og hirti 15 fráköst. Þá skoraði Donald Brown 21 stig og hirti 10 fráköst fyrir Tindastól og Ísak Einarsson skoraði 12 stig og gaf 8 stoðsendingar. Keflavík burstaði ÍR 110-79 og er á toppnum í deildinni með fullt hús stiga. Tommy Johnson skoraði 24 stig fyrir Kefelavík, Anthony Susnjarra 16 og hirti 12 fráköst. Bobby Walker og Magnús Gunnarsson skoruðu 15 stig. Hjá ÍR var Hreggviður Magnússon í sérflokki með 29 stig. Skallagrímur lagði Fjölni 88-65 þar sem Darrel Flake skoraði 23 stig og hirti 14 fráköst fyrir Skallagrím og Pétur Sigurðsson 22. Drago Pavlovic skoraði 24 stig og hirti 8 fráköst fyrir Fjölni og Karlton Mims skoraði 15 stig. Þá vann Stjarnan góðan sigur á Þór á heimavelli 85-78 en tölfræði barst ekki úr þeim leik.
Dominos-deild karla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Sjá meira