Körfubolti

Rodman vill þjálfa í kvennadeildinni

Dennis Rodman hefur aldrei farið leynt með áhuga sinn á hinu kyninu og vill nú gerast þjálfari í WNBA
Dennis Rodman hefur aldrei farið leynt með áhuga sinn á hinu kyninu og vill nú gerast þjálfari í WNBA NordicPhotos/GettyImages

Villingurinn og fyrrum körfuboltakappinn Dennis Rodman hefur nú gefið það út að hann vilji gerast þjálfari í bandarísku kvennadeildinni í körfubolta - WNBA.

Rodman er verkefnalaus í augnablikinu þar sem upptökur á annari seríu raunveruleikaþáttanna Geek to Freak er lokið.

"Allir sem ég hef spilað með á ferlinum í NBA vita að fáir hafa jafn mikla þekkingu á leiknum og ég. Lið undir minni stjórn myndi spila hörkuvörn, leiða deildina í fráköstum og spila þríhyrningssókn," sagði Rodman brattur.

Umboðsmaður hans hefur staðfest þennan áhuga Rodman og ætlar að hella sér í að finna lið handa honum til að þjálfa. "Það hefur aldrei verið tími til að skoða þetta af alvöru en við ætlum að gera það núna," sagði umboðsmaðurinn.

Þess má geta að fyrrum félagi Rodman í meistaraliði Detroit forðum, Bill Laimbeer, hefur þjálfað í WNBA deildinni með góðum árangri og m.a. leitt lið Detroit til meistaratitils.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×