Fjórtán leikmenn í NBA þéna yfir milljarð á ári 19. nóvember 2007 12:44 Kevin Garnett og Michael Finley eru launahæstu leikmenn NBA deildarinnar NordicPhotos/GettyImages Bestu leikmennirnir í NBA deildinni í körfubolta eru ekki á neinum sultarlaunum. Hér fyrir neðan er listi yfir 25 tekjuhæstu leikmenn í NBA í ár, en þessar tölur eru aðeins byggðar á launum þeirra frá félögum sínum. Helstu stjörnur NBA deildarinnar eru flestar með risastóra auglýsingasamninga sem færa mörgum þeirra jafnvel svipaðar eða meiri tekjur en þeir hafa í laun hjá félögum sínum. Það er Kevin Garnett hjá Boston Celtics sem er með hæstu launin í NBA í vetur, hátt í einn og hálfan milljarð. Meðallaun leikmanna í NBA deildinni eru í kring um 250 milljónir króna á ári um þessar mundir og heildartekjur og fríðindi allra leikmanna í deildinni eru komin ansi nálægt tveimur milljörðum dollara - eða 120 milljörðum króna. Hér fyrir neðan er listi yfir 25 launahæstu leikmenn í NBA deildinni í milljónum króna. Vissulega eru skiptar skoðanir um það hverjir þeirra eru að vinna fyrir kaupinu sínu og hverjir ekki. Þarna má sjá að Boston er að greiða ansi væna summu í laun til þríeykisins Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen, en þeir eru á meðal 17 launahæstu manna í deildinni. Þessar launagreiðslur falla þó eflaust ljúfar úr hendi Boston manna á miðað við það sem forráðamenn New York eru að punga út fyrir tvo af sínum leikmönnum. Stephon Marbury hjá New York hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir leik sinn og vandræði utan vallar það sem af er tímabili í vetur en félagið er samt að greiða honum og fyrrum félaga hans Steve Francis (sem nú er varaskeifa hjá Houston og fær ekkert að spila) rúmlega 2,1 milljarð króna í vetur. Þeir Marbury og Francis hirða rúman 2,1 milljarð úr vösum eigenda Knicks í vetur og sá síðarnefndi spilar ekki einu sinni með liðinu eftir að hafa verið keyptur út úr samningi sínum. Hann er enn á fullum launum hjá félaginu.NordicPhotos/GettyImages 25 Launahæstu leikmenn NBA deildarinnar: # Leikmaður, Félag, Laun (í milljónum króna) 1. Kevin Garnett - Boston 1454 2. Michael Finley* - San Antonio 1254 3. Shaquille O'Neal - Miami Heat 1225 4. Jermaine O'Neal - Indiana 1208 4. Jason Kidd - New Jersey 1208 6. Kobe Bryant Los Angeles 1194 7. Tim Duncan - San Antonio 1165 7. Allen Iverson - Denver 1165 7. Stephon Marbury - New York 1165 10. Tracy McGrady - Houston 1118 11. Chris Webber+ - Samningslaus 1104 12. Baron Davis - Golden State 1007 12. Shawn Marion - Phoenix 1007 14. Dirk Nowitzki - Dallas 1003 14. Paul Pierce - Boston Celtics 1003 14. Antawn Jamison - Washington 1003 17. Ray Allen - Boston 980 18. Steve Francis* - Houston 964 19. Ben Wallace - Chicago 950 20. Elton Brand - LA Clippers 940 21. Rashard Lewis - Orlando Magic 912 22. Michael Redd - Milwaukee 890 23. Amare Stoudemire - Phoenix 843 23. Yao Ming - Houston 843 25. Andrei Kirilenko - Utah 841 25. Pau Gasol - Memphis 841 * Laun leikmanna frá félögum sem þeir léku með áður (Finley frá Dallas, Francis frá New York) + Philadelphia greiðir laun Webber NBA Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Sjá meira
Bestu leikmennirnir í NBA deildinni í körfubolta eru ekki á neinum sultarlaunum. Hér fyrir neðan er listi yfir 25 tekjuhæstu leikmenn í NBA í ár, en þessar tölur eru aðeins byggðar á launum þeirra frá félögum sínum. Helstu stjörnur NBA deildarinnar eru flestar með risastóra auglýsingasamninga sem færa mörgum þeirra jafnvel svipaðar eða meiri tekjur en þeir hafa í laun hjá félögum sínum. Það er Kevin Garnett hjá Boston Celtics sem er með hæstu launin í NBA í vetur, hátt í einn og hálfan milljarð. Meðallaun leikmanna í NBA deildinni eru í kring um 250 milljónir króna á ári um þessar mundir og heildartekjur og fríðindi allra leikmanna í deildinni eru komin ansi nálægt tveimur milljörðum dollara - eða 120 milljörðum króna. Hér fyrir neðan er listi yfir 25 launahæstu leikmenn í NBA deildinni í milljónum króna. Vissulega eru skiptar skoðanir um það hverjir þeirra eru að vinna fyrir kaupinu sínu og hverjir ekki. Þarna má sjá að Boston er að greiða ansi væna summu í laun til þríeykisins Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen, en þeir eru á meðal 17 launahæstu manna í deildinni. Þessar launagreiðslur falla þó eflaust ljúfar úr hendi Boston manna á miðað við það sem forráðamenn New York eru að punga út fyrir tvo af sínum leikmönnum. Stephon Marbury hjá New York hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir leik sinn og vandræði utan vallar það sem af er tímabili í vetur en félagið er samt að greiða honum og fyrrum félaga hans Steve Francis (sem nú er varaskeifa hjá Houston og fær ekkert að spila) rúmlega 2,1 milljarð króna í vetur. Þeir Marbury og Francis hirða rúman 2,1 milljarð úr vösum eigenda Knicks í vetur og sá síðarnefndi spilar ekki einu sinni með liðinu eftir að hafa verið keyptur út úr samningi sínum. Hann er enn á fullum launum hjá félaginu.NordicPhotos/GettyImages 25 Launahæstu leikmenn NBA deildarinnar: # Leikmaður, Félag, Laun (í milljónum króna) 1. Kevin Garnett - Boston 1454 2. Michael Finley* - San Antonio 1254 3. Shaquille O'Neal - Miami Heat 1225 4. Jermaine O'Neal - Indiana 1208 4. Jason Kidd - New Jersey 1208 6. Kobe Bryant Los Angeles 1194 7. Tim Duncan - San Antonio 1165 7. Allen Iverson - Denver 1165 7. Stephon Marbury - New York 1165 10. Tracy McGrady - Houston 1118 11. Chris Webber+ - Samningslaus 1104 12. Baron Davis - Golden State 1007 12. Shawn Marion - Phoenix 1007 14. Dirk Nowitzki - Dallas 1003 14. Paul Pierce - Boston Celtics 1003 14. Antawn Jamison - Washington 1003 17. Ray Allen - Boston 980 18. Steve Francis* - Houston 964 19. Ben Wallace - Chicago 950 20. Elton Brand - LA Clippers 940 21. Rashard Lewis - Orlando Magic 912 22. Michael Redd - Milwaukee 890 23. Amare Stoudemire - Phoenix 843 23. Yao Ming - Houston 843 25. Andrei Kirilenko - Utah 841 25. Pau Gasol - Memphis 841 * Laun leikmanna frá félögum sem þeir léku með áður (Finley frá Dallas, Francis frá New York) + Philadelphia greiðir laun Webber
NBA Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Sjá meira