Erlent

Sólin skín skærast í Kyrrahafinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fiskimenn í Kyrrahafinu.
Fiskimenn í Kyrrahafinu.
Sérfræðingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA hafa uppgötvað hvar sólin skín skærast á Jörðinni. Það er annars vegar í Kyrrahafinu rétt sunnan eyjunnar Hawaí og hinsvegar í Sahara eyðimörkinni. Þessar niðurstöður eru fengnar með því að skoða gögn um sólarljós sem safnað var með gervihnöttum í 22 ár samfleytt. Sérfræðingar NASA vonast til þess að með þessum gögnum verði hægt að kanna áhrif sólarljóss á loftslagsbreytingar, heilsu og landrækt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×