
Körfubolti
Nóg um að vera í NBA í nótt

Aðdáendur NBA körfuboltans fá nóg fyrir sinn snúð í sjónvarpinu í kvöld. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með útsendingu frá leik Golden State og Houston frá því í gærkvöldi klukkan 23:35 í kvöld og klukkan 2 í nótt verður svo bein útsending á NBA TV á Fjölvarpinu frá stórleik Phoenix og Orlando.