NBA í nótt: New York hristi af sér slyðruorðið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. desember 2007 12:09 Leikmenn New York fagna sigrinum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Eftir niðurlæginguna gegn Boston Celtics í fyrrinótt náði New York Knicks að koma sér aftur á rétta braut með sigri á Milwaukee Bucks í nótt. New York vann síðasta leikhlutann, 26-11, og samtals 91-88. New York náði að vinna upp sautján stiga forskot en það var Jamal Crawford sem skoraði körfuna sem tryggði New York sigur þegar 28 sekúndur voru til leiksloka. Strax eftir leik bað hann stuðningsmenn New York afsökunar á leiknum á móti Boston sem New York tapaði með 45 stiga mun. „Þetta var ekki okkur líkt - í alvörunni. Stuðningur áhorfenda skiptir okkur öllu máli," sagði Crawford. „Þetta var erfitt tap og ég er ánægður með að við náðum okkur á strik í kvöld." Crawford var með 25 stig í leiknum, rétt eins og Zach Randolph. Stephon Marbury skoraði þrettán stig áður en hann þurfti að hætta í leiknum í þriðja leikhluta vegna axlarmeiðsla. Fred Jones átti einnig ríkan þátt í góðum spretti New York í fjórða leikhluta og skoraði öll sín tíu stig í leiknum þá. Michael Redd skoraði 27 stig í leiknum fyrir Milwaukee. Hann klikkaði hins vegar á tveimur þriggja stiga skottilraunum undir lok leiksins. Þetta var þriðja tap Milwaukee í röð. Leikur New York og Boston var sögulegur að mörgu leyti. Þetta var þriðja versta tap New York í sögunni og næstfæst stig skoruð í einum leik í sögu félagsins. Leiknum var meira að segja sjónvarpað beint um gjörvöll Bandaríkin. Isiah Thomas heldur enn starfi sínu sem þjálfari Knicks en hann hefur mátt þola mikla gagnrýni á tímabilinu. Hvorki Chris Bosh né LeBron James voru með sínum liðum þegar Toronto mætti Cleveland í nótt. Það kom ekki að sök fyrir fyrrnefnda liðið þar sem Andrea Bargnani og Carlos Delfino áttu stórleik fyrir Toronto. Báðir bættu sitt persónulega met fyrir flest stig skoruð í einum leik. Bargnani skoraði 26 stig í leiknum og Delfino var með 24 stig. Toronto náði 20 stiga forskoti þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka og var sigurinn nokkuð öruggur eftir það. Utah Jazz fór létt með LA Lakers, 120-96, í nótt en hvorki Carlos Boozer né Mehmet Okur léku með Utah vegna meiðsla. Andrei Kirilenko var með þrefalda tvennu og Deron Williams skoraði 35 stig í leiknum. Kirilenko var með 20 stig, ellefu fráköst og ellefu stoðsendingar ásamt því að stela sex boltum og verja fjögur skot. Kobe Bryant skoraði 28 stig fyrir Lakers. Boston Celtics er enn á sigurbraut og liðið vann í nótt tíu stiga sigur á Miami Heat, 95-85. Paul Pierce var með 27 stig, þar af átján í fyrsta leikhluta. Kevin Garnett var með 23 stig. Raja Bell skoraði 20 stig fyrir Phoenix sem vann góðan sigur á Orlando Magic, 110-106. Liðin hafa verið gríðarlega öflug í vetur og hvort um sig aðeins tapað fjórum leikjum. Steve Nash var með fimmtán stig og fjórtán stoðsendingar en Dwight Howard gerði 30 stig fyrir Orlando og tók 23 fráköst. Manu Ginobili skoraði 31 stig og Tim Duncan vætti við 20 þegar San Antonio vann Minnesota, 106-91, Duncan tók einnig fjórtán fráköst.Önnur úrslit næturinnar: Seattle SuperSonics - Indiana Pacers 95-93 Denver Nuggets - LA Clippers 123-107 Philadelphia 76ers - Washington Wizards 85-84 Atlanta Hawks - New Orleans Hornets 86-92 NBA Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira
Eftir niðurlæginguna gegn Boston Celtics í fyrrinótt náði New York Knicks að koma sér aftur á rétta braut með sigri á Milwaukee Bucks í nótt. New York vann síðasta leikhlutann, 26-11, og samtals 91-88. New York náði að vinna upp sautján stiga forskot en það var Jamal Crawford sem skoraði körfuna sem tryggði New York sigur þegar 28 sekúndur voru til leiksloka. Strax eftir leik bað hann stuðningsmenn New York afsökunar á leiknum á móti Boston sem New York tapaði með 45 stiga mun. „Þetta var ekki okkur líkt - í alvörunni. Stuðningur áhorfenda skiptir okkur öllu máli," sagði Crawford. „Þetta var erfitt tap og ég er ánægður með að við náðum okkur á strik í kvöld." Crawford var með 25 stig í leiknum, rétt eins og Zach Randolph. Stephon Marbury skoraði þrettán stig áður en hann þurfti að hætta í leiknum í þriðja leikhluta vegna axlarmeiðsla. Fred Jones átti einnig ríkan þátt í góðum spretti New York í fjórða leikhluta og skoraði öll sín tíu stig í leiknum þá. Michael Redd skoraði 27 stig í leiknum fyrir Milwaukee. Hann klikkaði hins vegar á tveimur þriggja stiga skottilraunum undir lok leiksins. Þetta var þriðja tap Milwaukee í röð. Leikur New York og Boston var sögulegur að mörgu leyti. Þetta var þriðja versta tap New York í sögunni og næstfæst stig skoruð í einum leik í sögu félagsins. Leiknum var meira að segja sjónvarpað beint um gjörvöll Bandaríkin. Isiah Thomas heldur enn starfi sínu sem þjálfari Knicks en hann hefur mátt þola mikla gagnrýni á tímabilinu. Hvorki Chris Bosh né LeBron James voru með sínum liðum þegar Toronto mætti Cleveland í nótt. Það kom ekki að sök fyrir fyrrnefnda liðið þar sem Andrea Bargnani og Carlos Delfino áttu stórleik fyrir Toronto. Báðir bættu sitt persónulega met fyrir flest stig skoruð í einum leik. Bargnani skoraði 26 stig í leiknum og Delfino var með 24 stig. Toronto náði 20 stiga forskoti þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka og var sigurinn nokkuð öruggur eftir það. Utah Jazz fór létt með LA Lakers, 120-96, í nótt en hvorki Carlos Boozer né Mehmet Okur léku með Utah vegna meiðsla. Andrei Kirilenko var með þrefalda tvennu og Deron Williams skoraði 35 stig í leiknum. Kirilenko var með 20 stig, ellefu fráköst og ellefu stoðsendingar ásamt því að stela sex boltum og verja fjögur skot. Kobe Bryant skoraði 28 stig fyrir Lakers. Boston Celtics er enn á sigurbraut og liðið vann í nótt tíu stiga sigur á Miami Heat, 95-85. Paul Pierce var með 27 stig, þar af átján í fyrsta leikhluta. Kevin Garnett var með 23 stig. Raja Bell skoraði 20 stig fyrir Phoenix sem vann góðan sigur á Orlando Magic, 110-106. Liðin hafa verið gríðarlega öflug í vetur og hvort um sig aðeins tapað fjórum leikjum. Steve Nash var með fimmtán stig og fjórtán stoðsendingar en Dwight Howard gerði 30 stig fyrir Orlando og tók 23 fráköst. Manu Ginobili skoraði 31 stig og Tim Duncan vætti við 20 þegar San Antonio vann Minnesota, 106-91, Duncan tók einnig fjórtán fráköst.Önnur úrslit næturinnar: Seattle SuperSonics - Indiana Pacers 95-93 Denver Nuggets - LA Clippers 123-107 Philadelphia 76ers - Washington Wizards 85-84 Atlanta Hawks - New Orleans Hornets 86-92
NBA Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira