Fótbolti

Villarreal mistókst að saxa á forskot Real Madrid

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Victor Fernandez fagnar marki sínu í dag.
Victor Fernandez fagnar marki sínu í dag. Nordic Photos / AFP

Real Madrid er nú með fjögurra stiga forskot á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir að Valladolid vann Villarreal á heimavelli, 2-0.

Llorente kom Valladolid yfir á nítjándu mínútu í leiknum og Victor bætti um betur á 57. mínútu.

Barcelona og Villarreal eru nú fjórum stigum eftir Real Madrid sem er með 32 stig á toppi deildarinnar.

Nú klukkan 18.00 hófst leikur Real Betis og Atletico Madrid en hann er í beinni útsendingu á Sýn.

Síðar í kvöld, klukkan 20.00, hefst viðureign Valencia og Athletic Bilbao og er leikurinn einnig í beinni útsendingu á Sýn.

Valencia getur með sigri komið sér í 27 stig, rétt eins og Atletico, sigri liðin viðureignir sínar í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×