700 milljóna sátt hjá New York 11. desember 2007 17:51 Stephon Marbury og Isiah Thomas báru báðir vitni í málinu ljóta NordicPhotos/GettyImages Sátt hefur náðst í máli fyrrum starfsmanns NBA félagsins New York Knicks á hendur forráðamanna félagsins og Isiah Thomas vegna meintrar kynferðislegrar áreitni þjálfarans. Anucha Sanders, fyrrum yfirmaður hjá félaginu, fær ríflega 700 milljónir króna út úr sáttinni. Mál þetta hefur sett svartan blett á félagið og hefur dregist mikið á langinn - svo lengi að David Stern, forseti NBA, beitti þrýstingi forráðamenn Knicks þrýstingi um að reyna að ná tafarlausum sáttum í málinu til að koma því úr sögunni. "Ég er mjög ánægð með að sátt hafi náðst í málinu og kviðdómurinn hefur með þessari niðurstöðu sent út öflug skilaboð um að kynferðisleg áreitni verði ekki liðin í Madison Square Garden. Þetta hefur verið langt og erfitt ferli en réttlætinu hefur verið fullnægt," sagði Sanders í yfirlýsingu en hún kærði Isiah Thomas þjálfara Knicks fyrir kynferðislega áreitni. Réttarhöld í máliu höfðu staðið yfir í tvo mánuði og áttu að halda áfram í næsta mánuði, en þar hefði Knicks hugsanlega geta staðið frammi fyrir miklu hærri fjárútlátum en raun ber vitni. Því má líklega segja að allir græði á niðurstöðunni nú. Sanders fær bætur sínar strax, Knicks losnar við að greiða hærri skaðabætur og þá er þetta ljóta mál úr sögunni. Forráðamenn Knicks voru þó alls ekki sáttir við niðurstöðuna. "Ég hef sagt það áður og held því enn fram að ég er saklaus. Þessi niðustaða breytir því ekki. Þetta er hinsvegar það sem er best fyrir Madison Square Garden og því fellst ég á þessa niðurstöðu," sagði Thomas. Talsmaður félagsins var ekki sáttari og sagði þrýsting frá forráðamönnum NBA hafa verið einu ástæðuna fyrir því að ákveðið hafi verið að semja nú. Þar með virðist þessu ljóta máli vera lokið og því geta Thomas og félagar farið að einbeita sér að fullu að því að rétta við skelfilegt gengi New York í deildarkeppninni. NBA Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira
Sátt hefur náðst í máli fyrrum starfsmanns NBA félagsins New York Knicks á hendur forráðamanna félagsins og Isiah Thomas vegna meintrar kynferðislegrar áreitni þjálfarans. Anucha Sanders, fyrrum yfirmaður hjá félaginu, fær ríflega 700 milljónir króna út úr sáttinni. Mál þetta hefur sett svartan blett á félagið og hefur dregist mikið á langinn - svo lengi að David Stern, forseti NBA, beitti þrýstingi forráðamenn Knicks þrýstingi um að reyna að ná tafarlausum sáttum í málinu til að koma því úr sögunni. "Ég er mjög ánægð með að sátt hafi náðst í málinu og kviðdómurinn hefur með þessari niðurstöðu sent út öflug skilaboð um að kynferðisleg áreitni verði ekki liðin í Madison Square Garden. Þetta hefur verið langt og erfitt ferli en réttlætinu hefur verið fullnægt," sagði Sanders í yfirlýsingu en hún kærði Isiah Thomas þjálfara Knicks fyrir kynferðislega áreitni. Réttarhöld í máliu höfðu staðið yfir í tvo mánuði og áttu að halda áfram í næsta mánuði, en þar hefði Knicks hugsanlega geta staðið frammi fyrir miklu hærri fjárútlátum en raun ber vitni. Því má líklega segja að allir græði á niðurstöðunni nú. Sanders fær bætur sínar strax, Knicks losnar við að greiða hærri skaðabætur og þá er þetta ljóta mál úr sögunni. Forráðamenn Knicks voru þó alls ekki sáttir við niðurstöðuna. "Ég hef sagt það áður og held því enn fram að ég er saklaus. Þessi niðustaða breytir því ekki. Þetta er hinsvegar það sem er best fyrir Madison Square Garden og því fellst ég á þessa niðurstöðu," sagði Thomas. Talsmaður félagsins var ekki sáttari og sagði þrýsting frá forráðamönnum NBA hafa verið einu ástæðuna fyrir því að ákveðið hafi verið að semja nú. Þar með virðist þessu ljóta máli vera lokið og því geta Thomas og félagar farið að einbeita sér að fullu að því að rétta við skelfilegt gengi New York í deildarkeppninni.
NBA Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira