Feðgar á fljúgandi ferð 6. febrúar 2008 00:01 Hlynur Örn Hrafnkelsson, níu ára, með fyrsta hjólið, sem hann fékk um jólin. Markaðurinn/úr einkasafni „Þetta er ómetanleg gæðastund hjá okkur feðgunum,“ segir Hrafnkell Sigtryggsson, sviðsstjóri hjá Intrum. Hrafnkell er áhugamaður um íþróttir af flestu tagi sem reyna bæði á kraft og þol. Þar á meðal eru snjóbrettarennsli og seglbrettasiglingar. Motocrossíþróttin er ein þeirra en hana stundar Hrafnkell með sonum sínum tveimur hvenær sem færi gefst. Hrafnkell fékk sjálfur fyrsta hjólið sextán ára gamall, fyrir 26 árum, og hefur verið með bakteríuna síðan. Síðastliðin fjögur ár hefur hann verið formaður Vélhjólaíþróttaklúbbsins, sem á veg og vanda að því að byggja upp akstursvæði á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu, svo sem Bolaöldusvæðið á móts við Litlu Kaffistofuna. Eldri sonurinn, Helgi Már, kom í heiminn fyrir sautján árum – hann fagnar því sautjánda reyndar í dag – og eignaðist sitt fyrsta hjól ellefu ára. Fljótlega byrjaði hann að keppa í motocrossinu af fullum krafti. Undanfarin tvö ár hafa þeir keppt saman í tvímenningskeppni á Íslandsmeistaramótinu í þolakstri með ágætum árangri. „Það er ótrúlega gaman að standa í þessu og það geta ekki verið margar íþróttagreinar þar sem feðgar geta keppt saman þrátt fyrir 25 ára aldursmun.“ segir Hrafnkell brosandi. Hrafnkell segir að hann hafi vart hjólað jafn mikið ævina og eftir að frumburðurinn fékk fyrsta fákinn. Ekki minnkaði það þegar yngri sonurinn bætist í hópinn. „Þróunin er öll í þessa átt. Margir upprennandi keppnismenn í dag eru synir margra ökumanna sem eldri eru. Fjölskyldunum fjölgar jafnt og þétt sem stunda sportið saman “ segir Hrafnkell, sem í vetur hefur stýrt þrekæfingum fyrir son sinn og nokkra liðsfélaga hans. „Þetta er heilmikill félagsskapur fyrir okkur feðgana,“ segir Hrafnkell og bendir á forvarnargildið sem felist í samverustundunum sé mikið og ómetanlegt. „Þegar hann hringir í mig til að fara út á hjólið eða fara saman í ræktina þá er á hreinu að maður hefur áorkað einhverju,“ segir Hrafnkell og leggur áherslu á að sonurinn hvetji hann áfram, jafnvel bölvi honum í sót og ösku standi hann sig ekki á hjólabrautinni. „Það skiptir engu máli þótt það sé 25 ára aldursmunur á okkur feðgum en það var súrt þegar hann fór hraðar en ég!“ Yngsti sonurinn, Hlynur Örn, sem er níu ára, fékk svo sitt fyrsta hjól um síðustu jól og prófaði það í fyrsta skipti í snjóbyl á jóladag. Hann má lögum samkvæmt ekki að hjóla nema á þar til gerðum akstursbrautum. „Þetta er ekki sérlega hættulegt sport ef rétt er að hlutunum staðið og keyrt á góðum brautum,“ segir Hrafnkell. Hann hefur litlar áhyggjur af því að sá litli slasi sig á hjólinu enda er hann „dúðaður“ hlífum frá toppi til táar. „Ég hef miklu meiri áhyggjur af honum á reiðhjóli í umferðinni,“ segir Hrafnkell. Markaðir Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
„Þetta er ómetanleg gæðastund hjá okkur feðgunum,“ segir Hrafnkell Sigtryggsson, sviðsstjóri hjá Intrum. Hrafnkell er áhugamaður um íþróttir af flestu tagi sem reyna bæði á kraft og þol. Þar á meðal eru snjóbrettarennsli og seglbrettasiglingar. Motocrossíþróttin er ein þeirra en hana stundar Hrafnkell með sonum sínum tveimur hvenær sem færi gefst. Hrafnkell fékk sjálfur fyrsta hjólið sextán ára gamall, fyrir 26 árum, og hefur verið með bakteríuna síðan. Síðastliðin fjögur ár hefur hann verið formaður Vélhjólaíþróttaklúbbsins, sem á veg og vanda að því að byggja upp akstursvæði á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu, svo sem Bolaöldusvæðið á móts við Litlu Kaffistofuna. Eldri sonurinn, Helgi Már, kom í heiminn fyrir sautján árum – hann fagnar því sautjánda reyndar í dag – og eignaðist sitt fyrsta hjól ellefu ára. Fljótlega byrjaði hann að keppa í motocrossinu af fullum krafti. Undanfarin tvö ár hafa þeir keppt saman í tvímenningskeppni á Íslandsmeistaramótinu í þolakstri með ágætum árangri. „Það er ótrúlega gaman að standa í þessu og það geta ekki verið margar íþróttagreinar þar sem feðgar geta keppt saman þrátt fyrir 25 ára aldursmun.“ segir Hrafnkell brosandi. Hrafnkell segir að hann hafi vart hjólað jafn mikið ævina og eftir að frumburðurinn fékk fyrsta fákinn. Ekki minnkaði það þegar yngri sonurinn bætist í hópinn. „Þróunin er öll í þessa átt. Margir upprennandi keppnismenn í dag eru synir margra ökumanna sem eldri eru. Fjölskyldunum fjölgar jafnt og þétt sem stunda sportið saman “ segir Hrafnkell, sem í vetur hefur stýrt þrekæfingum fyrir son sinn og nokkra liðsfélaga hans. „Þetta er heilmikill félagsskapur fyrir okkur feðgana,“ segir Hrafnkell og bendir á forvarnargildið sem felist í samverustundunum sé mikið og ómetanlegt. „Þegar hann hringir í mig til að fara út á hjólið eða fara saman í ræktina þá er á hreinu að maður hefur áorkað einhverju,“ segir Hrafnkell og leggur áherslu á að sonurinn hvetji hann áfram, jafnvel bölvi honum í sót og ösku standi hann sig ekki á hjólabrautinni. „Það skiptir engu máli þótt það sé 25 ára aldursmunur á okkur feðgum en það var súrt þegar hann fór hraðar en ég!“ Yngsti sonurinn, Hlynur Örn, sem er níu ára, fékk svo sitt fyrsta hjól um síðustu jól og prófaði það í fyrsta skipti í snjóbyl á jóladag. Hann má lögum samkvæmt ekki að hjóla nema á þar til gerðum akstursbrautum. „Þetta er ekki sérlega hættulegt sport ef rétt er að hlutunum staðið og keyrt á góðum brautum,“ segir Hrafnkell. Hann hefur litlar áhyggjur af því að sá litli slasi sig á hjólinu enda er hann „dúðaður“ hlífum frá toppi til táar. „Ég hef miklu meiri áhyggjur af honum á reiðhjóli í umferðinni,“ segir Hrafnkell.
Markaðir Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira