Er í lagi að Mogginn segi ósatt? Dagur B. Eggertsson skrifar 13. febrúar 2008 00:01 Morgunblaðið sagði vísvitandi ósatt í leiðara eftir nýjustu meirihlutaskiptin í borgarstjórn og hélt því fram að ég hefði krafið Ólaf F. Magnússon borgarstjóra um vottorð. Þetta hefur ítrekað verið borið til baka af Gunnari Eydal skrifstofustjóra borgarstjórnar og síðast Ólafi F. Magnússyni sjálfum. En aldrei hefur Morgunblaðið leiðrétt rangfærslu sína. Hvað þá beðið hlutaðeigandi afsökunar. Í Staksteinum í dag gerir Morgunblaðið Samfylkinguna ábyrga fyrir kaupréttarsamningum REI sem samþykktir voru í stjórn REI – og hvergi annars staðar - þar sem enginn Samfylkingarmaður átti sæti. Morgunblaðið segir vísvitandi ósatt um þetta. Morgunblaðið veit líka að minnihluti stjórnar Orkuveitunnar og meðeigendur Reykvíkinga voru leyndir því af Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni og forystu Sjálfstæðisflokksins að “þjónustusamningur” sem lagður var fram á stjórnarfundi OR í REI-málinu á ensku var ranglega kynntur og var í raun 20 ára einkaréttarsamningur á nafni, þekkingu og starfskröftum Orkuveitunnar. Um ábyrgð Sjálfstæðisflokksins á þessu vitna fréttir og leiðara Morgunblaðsins síðustu daga. Staksteinar kjósa engu að síður að gera framgöngu fulltrúa Samfylkingarinnar á stjórnarfundinum tortryggilega. Af hverju biður Morgunblaðið ekki allt eins fulltrúa Akraness sem var jafngróflega blekktur og aðrir í þessu máli að segja af sér? Morgunblaðið hefur mér að vitandi aldrei haldið því fram að það sé í lagi að stjórnmálamenn segi ósatt heldur þvert á móti að þeir þurfi að axla ábyrgð ef þeir eru staðnir að því. Hvernig má það vera að Morgunblaðið segi ítrekað ósatt, birti ekki leiðréttingar eða afsökunarbeiðni og að enginn, hvorki ábyrgðarmaður né eigendur geri sig líklega til að axla ábyrgð á því? Er Morgunblaðið svo djúpt sokkið að það skeytir ekki lengur um skömm eða heiður? Lenti Morgunblaðið ef til vill bara í þessu? Eða er jafnilla komið fyrir Morgunblaðinu og Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík að það hafi ekki styrk til að taka á sínum innri vandamálum og kjósi því frekar að afneita þeim og reyna að beina sjónum almennings annað? Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Morgunblaðið sagði vísvitandi ósatt í leiðara eftir nýjustu meirihlutaskiptin í borgarstjórn og hélt því fram að ég hefði krafið Ólaf F. Magnússon borgarstjóra um vottorð. Þetta hefur ítrekað verið borið til baka af Gunnari Eydal skrifstofustjóra borgarstjórnar og síðast Ólafi F. Magnússyni sjálfum. En aldrei hefur Morgunblaðið leiðrétt rangfærslu sína. Hvað þá beðið hlutaðeigandi afsökunar. Í Staksteinum í dag gerir Morgunblaðið Samfylkinguna ábyrga fyrir kaupréttarsamningum REI sem samþykktir voru í stjórn REI – og hvergi annars staðar - þar sem enginn Samfylkingarmaður átti sæti. Morgunblaðið segir vísvitandi ósatt um þetta. Morgunblaðið veit líka að minnihluti stjórnar Orkuveitunnar og meðeigendur Reykvíkinga voru leyndir því af Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni og forystu Sjálfstæðisflokksins að “þjónustusamningur” sem lagður var fram á stjórnarfundi OR í REI-málinu á ensku var ranglega kynntur og var í raun 20 ára einkaréttarsamningur á nafni, þekkingu og starfskröftum Orkuveitunnar. Um ábyrgð Sjálfstæðisflokksins á þessu vitna fréttir og leiðara Morgunblaðsins síðustu daga. Staksteinar kjósa engu að síður að gera framgöngu fulltrúa Samfylkingarinnar á stjórnarfundinum tortryggilega. Af hverju biður Morgunblaðið ekki allt eins fulltrúa Akraness sem var jafngróflega blekktur og aðrir í þessu máli að segja af sér? Morgunblaðið hefur mér að vitandi aldrei haldið því fram að það sé í lagi að stjórnmálamenn segi ósatt heldur þvert á móti að þeir þurfi að axla ábyrgð ef þeir eru staðnir að því. Hvernig má það vera að Morgunblaðið segi ítrekað ósatt, birti ekki leiðréttingar eða afsökunarbeiðni og að enginn, hvorki ábyrgðarmaður né eigendur geri sig líklega til að axla ábyrgð á því? Er Morgunblaðið svo djúpt sokkið að það skeytir ekki lengur um skömm eða heiður? Lenti Morgunblaðið ef til vill bara í þessu? Eða er jafnilla komið fyrir Morgunblaðinu og Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík að það hafi ekki styrk til að taka á sínum innri vandamálum og kjósi því frekar að afneita þeim og reyna að beina sjónum almennings annað? Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun