Sjötti leikur Atlanta Hawks og Boston Celtics í úrslitakeppni NBA deildarinnar verður sýndur beint á Stöð 2 Sport á miðnætti á föstudagskvöldið. Fimmti leikur liðanna er á dagskrá í kvöld klukkan 0:30 og er sýndur beint á NBA TV rásinni.
Boston var með bestan árangur allra liða í NBA deildinni eftir deildarkeppnina og vann fyrstu tvo leikina í einvíginu mjög örugglega á heimavelli sínum.
Dæmið snerist heldur betur við þegar liðin fóru til Atlanta og þar náðu heimamenn óvænt að jafna metin í 2-2 í einvíginu.
Það verður því fróðlegt að fylgjast með framvindu mála í einvíginu í kvöld og á föstudagskvöldið.