Flýgur vals á AIM tónlistarhátíðinni á Akureyri 14. maí 2008 13:46 Arngrímur mun fljúga vals við setningu tónlistarhátíðarinnar. Hér er hann með sviffluguna góðu sem verður dansfélagi hans. Opnunaratriði AIM Festivals, alþjóðlegrar tónlistarhátíðar sem haldin verður á Akureyri dagana 12. til 16. júní næstkomandi, verður með dirfskulegra móti í ár. Þá mun Arngrímur Jóhannsson, flugkappi, dansa á svifflugvél sinni yfir miðbæ Akureyrar við undirspil vals, sem sérstaklega var saminn fyrir tónlistarhátíðina. Valsinum verður útvarpað beint í Síðdegisútvarpi Rásar 2, stundvíslega kl. 16.30, fimmtudaginn 12. júní, svo áhorfendur geta hlustað á lagið og fylgst með svifflugi Arngríms á meðan. Arngrímur, sem er sérlegur verndari tónlistarhátíðarinnar, segist með þessu dirfskufulla opnunaratriði, slá tvær flugur í einu höggi og sameina sín áhugamál; listflug og tónlist. Jón Hlöðver Áskelsson, tónskáld, samdi valsinn og Kristján Edelstein, tónlistarmaður, útsetti. AIM Festival er nú haldin í þriðja sinn á Akureyri. Þetta er alhliða tónlistarhátíð sem býður upp á breitt úrval tónlistar; popp, rokk, djass, pönk, blús og klassík. Í fyrra komu 90 tónlistarmenn frá 14 þjóðlöndum og hátíðin verður ekki síður glæsileg í ár þegar Akureyri mun iða af músík í fimm daga samfleytt. Meðal tónlistarmanna sem troða upp á AIM Festival í ár eru þýski trompetleikarinn Sebastian Studnitzky sem spilar sambland af djassi og poppi og er gjarnan líkt er við meistara Miles Davis og ástralska sveitin Hoodangers sem spilar létt og pönkað djass og hafa ekki síst vakið athygli fyrir kraftmikla og húmoríska sviðsframkomu. Hrund Ósk Árnadóttir, hin nýja íslenska blúsdrottning kemur fram með hljómsveitinni Park Projekt á Marínu á föstudag og ísfirski undradrengurinn Mugison spilar á sérstöku Kimi Records kvöldi á Græna hattinum á laugardag ásamt ungu poppurunum í Retro Stefson og gleðipönkurunum Helga og hljóðfæraleikurunum. Klassíkinni verða gerð mjög góð skil á AIM Festival. Mótettukórinn undir stjórn Harðar Áskelssonar flytur stórvirkið Vesper op 37 eftir Rachmaninov í Akureyrarkirkju á sunnudaginn en með þeim í för eru tveir rússneskir bassasöngvarar. Þá mun píanósnillingurinn Víkingur Heiðar Ólafsson flytja valsa eftir Brahms og Beethoven á flyglinum í Ketilhúsinu. Hin eina sanna akureyrska gleðihljómsveit, Hvanndalsbræður, munu síðan slá botninn í tónlistarhátíðina með tónleikum á Græna hattinum á mánudagskvöld. Innlent Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Opnunaratriði AIM Festivals, alþjóðlegrar tónlistarhátíðar sem haldin verður á Akureyri dagana 12. til 16. júní næstkomandi, verður með dirfskulegra móti í ár. Þá mun Arngrímur Jóhannsson, flugkappi, dansa á svifflugvél sinni yfir miðbæ Akureyrar við undirspil vals, sem sérstaklega var saminn fyrir tónlistarhátíðina. Valsinum verður útvarpað beint í Síðdegisútvarpi Rásar 2, stundvíslega kl. 16.30, fimmtudaginn 12. júní, svo áhorfendur geta hlustað á lagið og fylgst með svifflugi Arngríms á meðan. Arngrímur, sem er sérlegur verndari tónlistarhátíðarinnar, segist með þessu dirfskufulla opnunaratriði, slá tvær flugur í einu höggi og sameina sín áhugamál; listflug og tónlist. Jón Hlöðver Áskelsson, tónskáld, samdi valsinn og Kristján Edelstein, tónlistarmaður, útsetti. AIM Festival er nú haldin í þriðja sinn á Akureyri. Þetta er alhliða tónlistarhátíð sem býður upp á breitt úrval tónlistar; popp, rokk, djass, pönk, blús og klassík. Í fyrra komu 90 tónlistarmenn frá 14 þjóðlöndum og hátíðin verður ekki síður glæsileg í ár þegar Akureyri mun iða af músík í fimm daga samfleytt. Meðal tónlistarmanna sem troða upp á AIM Festival í ár eru þýski trompetleikarinn Sebastian Studnitzky sem spilar sambland af djassi og poppi og er gjarnan líkt er við meistara Miles Davis og ástralska sveitin Hoodangers sem spilar létt og pönkað djass og hafa ekki síst vakið athygli fyrir kraftmikla og húmoríska sviðsframkomu. Hrund Ósk Árnadóttir, hin nýja íslenska blúsdrottning kemur fram með hljómsveitinni Park Projekt á Marínu á föstudag og ísfirski undradrengurinn Mugison spilar á sérstöku Kimi Records kvöldi á Græna hattinum á laugardag ásamt ungu poppurunum í Retro Stefson og gleðipönkurunum Helga og hljóðfæraleikurunum. Klassíkinni verða gerð mjög góð skil á AIM Festival. Mótettukórinn undir stjórn Harðar Áskelssonar flytur stórvirkið Vesper op 37 eftir Rachmaninov í Akureyrarkirkju á sunnudaginn en með þeim í för eru tveir rússneskir bassasöngvarar. Þá mun píanósnillingurinn Víkingur Heiðar Ólafsson flytja valsa eftir Brahms og Beethoven á flyglinum í Ketilhúsinu. Hin eina sanna akureyrska gleðihljómsveit, Hvanndalsbræður, munu síðan slá botninn í tónlistarhátíðina með tónleikum á Græna hattinum á mánudagskvöld.
Innlent Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira