Breskur milljarðamæringur hefur boðið foreldrum Madeleine McCann að fjármagna héðan í frá frekari leit að telpunni.
Talsmaður Brians Kennedy segir í viðtali við breska blaðið Daily Mail að honum hafi þótt hann verða að gera eitthvað til þess að hjálpa foreldrunum.
Foreldrarnir hafa sjálfir varið tæpum tuttugu milljónum króna í leitina að Madeleine
Nýlega réðu þau fyrirtæki einaspæjara (það fimmta) til þess meðal annars að fara yfir þrettán þúsund blaðsíður af opinberum gögnum frá portúgölsku lögreglunni sem hafa verið gerð opinber.
Fjármagnar frekari leit að Maddie
Óli Tynes skrifar
