Erlent

Fritzl á­kærður fyrir morð

Austurríkismaðurinn Josef Fritzl hefur verið ákærður fyrir morð á einu þeirra sjö barna sem hann eignaðist með dóttur sinni. Það lést skömmu eftir fæðingu, í kjallaranum þar sem Fritzl hélt dótturinni fanginni í 24 ár.

Morðákæran bætist ofan á ákærur fyrir nauðgun, þrældóm, sifjaspell og nokkur önnur brot.

Fritzl hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan málið kom upp í apríl. Í síðasta mánuði var úrskurðað um að hann væri sakhæfur. Áætlað er að réttarhöld yfir honum hefjist snemma á næsta ári. Hann gæti átt yfir höfði sér 10-20 ára fangelsi ef hann er dæmdur fyrir morðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×