Aðstandendur Silverstone kappakstursins í Bretlandi hafa tilkynnt gríðarlega aukningu á miðasölu á kappakstur næsta árs í kjölfar þess að Lewis Hamilton varð heimsmeistari á dögunum.
Þannig hafa yfir 22,000 miðar þegar selst á kappaksturinn á Silverstone á næsta tímabili, en á sama tíma í fyrra höfðu aðeins um 2,500 miðar selst. Þetta kemur fram í frétt frá Reuters í dag.
"Viðbrögð stuðningsmanna Hamilton hafa verið ótrúleg eftir Brasilíukappaksturinn. Við verðum alltaf varir við aukningu í miðasölu þegar Lewis eða öðrum breskum ökumönnum gengur vel, en eftirspurnin núna hefur farið fram úr björtustu vonum," sagði talsmaður breska kappakstursins.