Raikkönen sigraði í Barcelona 27. apríl 2008 14:07 Raikkönen og Massa skiluðu sér í efstu sætin í Barcelona NordcPhotos/GettyImages Ferrari-liðið átti góðan dag þegar Kimi Raikkönen sigraði í Barcelona kappakstrinum og félagin hans Felipe Massa varð annar. Lewis Hamilton náði sér aftur á strik og náði þriðja sætinu. Mótið í dag var frekar flatt og lítið um framúrakstur eins og venjulega. Raikkönen var á ráspól í dag og var þetta áttunda árið í röð sem sá sem er á ráspól vinnur sigur í keppninni. Finninn Raikkönen hefur nú náð níu stiga forskoti á Lewis Hamilton í keppni ökuþóra, en sigur hans í dag var aldrei í hættu. Hamilton sótti nokkuð hart að Massa á lokasprettinum en varð að láta sér nægja þriðja sætið. Robert Kubica á BMW varð fjórði, en Fernando Alonso á Renault varð að hætta keppni í fimmta sætinu eftir vélarbilun. Öryggisbíllinn þurfti í tvígang að koma á vettvang eftir óhöpp og lenti Finninn Heikki Kovalainen í ljótum árekstri þegar felga á bíl hans gaf sig með þeim afleiðingum að hann skall á dekkjahrúgu á mikilli ferð. Hann slapp þó að mestu ómeiddur en það tók 10 mínútur að veiða hann út úr bílflakinu. Næsta keppni fer fram í Tyrklandi eftir hálfan mánuð. Átta efstu menn í Spánarkappakstrinum: 1. Kimi Raikkonen (Fin) Ferrari 1 klukkustund 38 mín 19.051 sek 2. Felipe Massa (Brz) (Ferrari) 3.228 sek á eftir 3. Lewis Hamilton (GB) McLaren-Mercedes - 4.187 4. Robert Kubica (Pol) BMW Sauber - 5.694 5. Mark Webber (Aus) Red Bull-Renault - 35.938 6. Jenson Button (GB) Honda - 53.010 7. Kazuki Nakajima (Jpn) Williams-Toyota - 58.244 8. Jarno Trulli (Ita) Toyota - 59.435 Formúla Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Í beinni: Valur - Haukar | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Handbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Ferrari-liðið átti góðan dag þegar Kimi Raikkönen sigraði í Barcelona kappakstrinum og félagin hans Felipe Massa varð annar. Lewis Hamilton náði sér aftur á strik og náði þriðja sætinu. Mótið í dag var frekar flatt og lítið um framúrakstur eins og venjulega. Raikkönen var á ráspól í dag og var þetta áttunda árið í röð sem sá sem er á ráspól vinnur sigur í keppninni. Finninn Raikkönen hefur nú náð níu stiga forskoti á Lewis Hamilton í keppni ökuþóra, en sigur hans í dag var aldrei í hættu. Hamilton sótti nokkuð hart að Massa á lokasprettinum en varð að láta sér nægja þriðja sætið. Robert Kubica á BMW varð fjórði, en Fernando Alonso á Renault varð að hætta keppni í fimmta sætinu eftir vélarbilun. Öryggisbíllinn þurfti í tvígang að koma á vettvang eftir óhöpp og lenti Finninn Heikki Kovalainen í ljótum árekstri þegar felga á bíl hans gaf sig með þeim afleiðingum að hann skall á dekkjahrúgu á mikilli ferð. Hann slapp þó að mestu ómeiddur en það tók 10 mínútur að veiða hann út úr bílflakinu. Næsta keppni fer fram í Tyrklandi eftir hálfan mánuð. Átta efstu menn í Spánarkappakstrinum: 1. Kimi Raikkonen (Fin) Ferrari 1 klukkustund 38 mín 19.051 sek 2. Felipe Massa (Brz) (Ferrari) 3.228 sek á eftir 3. Lewis Hamilton (GB) McLaren-Mercedes - 4.187 4. Robert Kubica (Pol) BMW Sauber - 5.694 5. Mark Webber (Aus) Red Bull-Renault - 35.938 6. Jenson Button (GB) Honda - 53.010 7. Kazuki Nakajima (Jpn) Williams-Toyota - 58.244 8. Jarno Trulli (Ita) Toyota - 59.435
Formúla Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Í beinni: Valur - Haukar | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Handbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira